ESPN: Houston Rockets með betra lið en SA Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 16:00 Vísir/AP og Getty Körfuboltaspekingar NBA-deildarinnar eru duglegir að setja saman allskyns lista og þar á meðal lista yfir hver séu bestu lið NBA-deildarinnar hverju sinni. Það er ekki ein stöðutafla sem gildir enda spilað raun í tveimur deildum og mörgum riðlum. Það er því ekki alveg nóg að líta bara á stöðuna til að ákveða hvaða lið er best. ESPN setur saman reglulega sinn lista yfir bestu lið deildarinnar og það vekur athygli að á þeim nýjasta er San Antonio Spurs liðið komið niður í fjórða sætið. Golden State Warriors (1. sæti) og Cleveland Cavaliers (2. sæti), liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta sumar, eru áfram í tveimur efstu sætunum eins og þau hafa verið í nær allan vetur. Lið Houston Rockets hoppar hinsvegar upp um tvö sæti, upp fyrir San Antonio Spurs og Toronto Raptors, og er nú þriðja besta lið NBA-deildarinnar. James Harden og liðsfélagar hans í Houston Rockets hafa nú unnið tíu leiki í röð og liðið blómstrar undir stjórn Mike D'Antoni sem vill umfram allt hraðan sóknarleik og nóg af skotum hjá sínu liði. Harden sjálfur er með 27,7 stig, 11,8 stoðsendingar og 8,0 fráköst að meðaltali í leik. San Antonio Spurs er þó enn með annan besta árangurinn í Vestrinu og hefur unnið fjóra leiki í röð og 8 af síðustu 10. Liðið hefur líka unnið 14 af 15 útileikjum sínum sem er bestu útivallarárangurinn í deildinni. Spekingar ESPN eru þó ekki alveg viss hvort samvinna LaMarcus Aldridge og Pau Gasol verði nægilega góð og þá er Tony Parker aðeins að skora 10,1 stig í leik. Það er hægt að lesa meira um stöðutékk ESPN hér fyrir neðan.NBA Power Rankings (via @ESPNSteinLine) 1. Warriors 2. Cavs 3. Rockets 4. Spurs 5. Raptorshttps://t.co/BQzrZiwlbi — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Körfuboltaspekingar NBA-deildarinnar eru duglegir að setja saman allskyns lista og þar á meðal lista yfir hver séu bestu lið NBA-deildarinnar hverju sinni. Það er ekki ein stöðutafla sem gildir enda spilað raun í tveimur deildum og mörgum riðlum. Það er því ekki alveg nóg að líta bara á stöðuna til að ákveða hvaða lið er best. ESPN setur saman reglulega sinn lista yfir bestu lið deildarinnar og það vekur athygli að á þeim nýjasta er San Antonio Spurs liðið komið niður í fjórða sætið. Golden State Warriors (1. sæti) og Cleveland Cavaliers (2. sæti), liðin sem mættust í lokaúrslitunum síðasta sumar, eru áfram í tveimur efstu sætunum eins og þau hafa verið í nær allan vetur. Lið Houston Rockets hoppar hinsvegar upp um tvö sæti, upp fyrir San Antonio Spurs og Toronto Raptors, og er nú þriðja besta lið NBA-deildarinnar. James Harden og liðsfélagar hans í Houston Rockets hafa nú unnið tíu leiki í röð og liðið blómstrar undir stjórn Mike D'Antoni sem vill umfram allt hraðan sóknarleik og nóg af skotum hjá sínu liði. Harden sjálfur er með 27,7 stig, 11,8 stoðsendingar og 8,0 fráköst að meðaltali í leik. San Antonio Spurs er þó enn með annan besta árangurinn í Vestrinu og hefur unnið fjóra leiki í röð og 8 af síðustu 10. Liðið hefur líka unnið 14 af 15 útileikjum sínum sem er bestu útivallarárangurinn í deildinni. Spekingar ESPN eru þó ekki alveg viss hvort samvinna LaMarcus Aldridge og Pau Gasol verði nægilega góð og þá er Tony Parker aðeins að skora 10,1 stig í leik. Það er hægt að lesa meira um stöðutékk ESPN hér fyrir neðan.NBA Power Rankings (via @ESPNSteinLine) 1. Warriors 2. Cavs 3. Rockets 4. Spurs 5. Raptorshttps://t.co/BQzrZiwlbi — SportsCenter (@SportsCenter) December 19, 2016
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira