Segir Vestmannaeyjabæ ekki vera að vinna að neinu sem líkist Keiko-ævintýrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:21 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30