NBA: Russell Westbrook skoraði og skoraði en Thunder tapaði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 07:30 Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira