Aron bjartsýnn á að ná HM í Frakklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2016 19:00 Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Aron Pálmarsson er bjartsýnn á að geta verið með íslenska handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst 12. janúar. Aron, sem leikur með Veszprém í Ungverjalandi, hefur verið frá vegna nárameiðsla í fjórar vikur. Hann segist þó vera á batavegi. „Þetta eru þreytt meiðsli og maður þarf alveg að ná sér. Þetta lítur ágætlega út. Ég er bjartsýnn og treysti þessu teymi sem er hérna heima til að ná mér góðum fyrir HM,“ sagði Aron í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Gaupi hitti Aron í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 var útnefndur. Aron endaði í 8. sæti í kjörinu. Hann hefur verið hér á landi undanfarnar vikur í meðhöndlun hjá læknateymi landsliðsins. Íslenska liðið hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í undanförnum leikjum. Þrátt fyrir það er Aron bjartsýnn á gott gengi í Frakklandi. „Mér finnst þetta ekki eins slæmt og talað er um. Við erum að móta okkur upp á nýtt og það tekur sinn tíma. Það hafa bara verið fjórir leikir síðan Geir [Sveinsson] tók við. Ég held að við náum að toppa á réttum tíma á HM,“ sagði Aron og bætti því við að markmið Íslands væri að komast upp úr sínum riðli og í 16-liða úrslitin. Aron hefur verið í stóru hlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Hlutverkið er þó orðið enn stærra eftir að reynslumiklir leikmenn lögðu landsliðsskóna á hilluna. Aron tekur aukinni ábyrgð fagnandi. „Það eru nokkrir reynsluboltar sem eru hættir og þá leggst þetta kannski aðeins meira á mig. Ég tek því fagnandi, ég held að það sé eitthvað sem alla dreymir um, að fá sem stærst hlutverk í sínu landsliði,“ sagði Aron.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54 Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Geir sker niður um fimm Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi. 29. desember 2016 15:54
Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 21:30