Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2017 20:00 Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15