Trump reiður út í Meryl Streep Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2017 11:55 Meryl Streep og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist mjög svo ósáttur við Meryl Streep eftir ræðu hennar á Golden Globe verðlaunahátíðinni í nótt. Í ræðunni sendi hún Trump tóninn fyrir að niðurlægja og gera lítið úr fólki. „Þegar svona valdamikill maður sýnir öðru fólki svona mikla vanvirðingu mun það bara hafa það í för með sér að fólk mun almennt sýna öðrum meiri vanvirðingu. Ofbeldi skapar einnig bara meira ofbeldi. Þegar þeir valdamiklu nota aðstöðu sína til að gera lítið úr öðrum töpum við öll,“ sagði Streep Hún nefndi sérstaklega atvik þegar Trump virtist hæðast að fötlun blaðamanns. Sjá einnig: Stjörnurnar táruðust þegar Meryl Streep hélt tilfinningaþrungna ræðu á Golden Globe (Hægt er að sjá ræðu Streep hér) Trump tísti um ræðuna nú skömmu fyrir hádegi þar sem hann segir Meryl Streep hafa ráðist á sig, þrátt fyrir að þekkja sig ekki. Hann segir einnig að hún sé „ein ofmetnasta leikkona Hollywood“ og handbendi Hillary Clinton, sem hafi tapað „stórt“. Þá segir Trump ekki að hann hafi hæðst að fötlun blaðamannsins. Þess í stað hafi hann einfaldlega verið að leika blaðamanninn, sem hafi breytt sextán ára gamalli frétt til að varpa neikvæðu ljósi á Trump. Það segir Trump að sé enn eitt dæmið um óheiðarleika fjölmiðla. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásunum í New York í september 2001.Kovaleski sagði að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. Trump hafði þá nýverið haldið því fram að þúsundir múslima í New Jersey hefðu fagnað árásunum. Fjölmiðlar hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir því að staðhæfing Trump sé rétt.Meryl Streep, one of the most over-rated actresses in Hollywood, doesn't know me but attacked last night at the Golden Globes. She is a.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 Hillary flunky who lost big. For the 100th time, I never "mocked" a disabled reporter (would never do that) but simply showed him.......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017 "groveling" when he totally changed a 16 year old story that he had written in order to make me look bad. Just more very dishonest media!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 9, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira