Faraday Future í íslenskri náttúru Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2017 09:52 Faraday Future FF 91 í íslenskri náttúru. Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent
Það eru ófáir bílaframleiðendurnir sem komið hafa hingað til lands með nýja bíla sína svo hafa megi íslenska náttúru í bakgrunni við myndatökur á þeim. Einn þeirra og líklega sá nýjasti er rafmagnsbílaframleiðendinn Faraday Future sem virðist í haust hafa komið með FF 91 bíl sinn hingað til lands og myndað hann í bak og fyrir, aðallega með hrjóstrugt og sendið landslag í bakgrunni. Þessar myndir sem hér sjást eru áberandi um allan heim þessa dagana og mikið notaðar við kynningu á þessum magnaða bíl. Faraday Future kynnti þennan nýja bíl sinn í síðustu viku á stórri raftækjasýningu í Las Vegas og eðlilega vakti hann þar mikla eftirvæntingu, en hér fer 1.050 hestafla rafmagnsbíll með 610 km drægi. Þessi bíll er ansi snöggur úr sporunum og kemst á 100 km hraða á 2,39 sekúndum.Kunnuglegt landslag.Hrjóstrugt landslag Íslands virðist líka þeim Faraday mönnum.Sandur og meiri sandur.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent