Tilvonandi yfirmaður njósnamála Bandaríkjanna var settur á svartan lista Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2017 17:40 Dan Coats. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt fyrrverandi öldungardeildarþingmaninn og sendiherrann Dan Coats til að gegna embætti yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. Árið 2014 var hann og aðrir þingmenn settir á svartan lista Rússa og meinað að ferðast til Rússlands. AFP greinir frá.Coats var öldungardeildarþingmaður á árunum 1989-1999 og aftur frá 2011 til ársins í ár en hann lét af störfum sem þingmaður í síðustu viku. Meðan hann var öldungardeildarþingmaður var hann nefndarmaður í njósnamáladeild þingsins og var þar harður andstæðingur Rússa. Barðist hann sérstaklega fyrir refsiaðgerðum Bandaríkjanna og bandamanna gagnvart Rússum eftir innrás þeirra í Krímskaga. Fyrir það var hann settur á sérstakan svartan lista Rússa, ásamt sex öðrum þingmönnum og þremur starfsmönnum Hvíta hússins. Var þeim meinað að ferðast til Rússlands. Coats hefur sagt að það sé heiður að hafa verið settur á þennan svarta lista og gerði hann á sínum tíma góðlátlegt grín að veru sinni á honum. „Mér þykir leitt að ég geti ekki ferðast með fjölskyldu minni til Síberíu í sumar,“ sagði Coats í viðtali við Washington Post árið 2014. Stjórnmálaskýrendur ytra virðast vera nokkuð hissa á tilnefningu Coats enda harður andstæðingur Rússa á alþjóðavettvangi. Trump og leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu vegna meintra afskipta rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem Trump fór með sigur af hólmi. Bandaríska leyniþjónustan segist geta nafngreint rússneska einstaklinga sem hafi staðið á bak við innbrot í tölvukerfi Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Verði tilnefning Coats staðfest af bandaríska þinginu mun hann gegna embætti yfirmanns njósnamála (Director of National Intelligence) en meginhlutverk embættisins er að samhæfa starf þeirra sextán stofnana Bandaríkjanna sem fara með njósnamál í Bandaríkjunum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00 Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45 Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast. 7. janúar 2017 07:00
Yfirmenn vissir í sinni sök um aðkomu Rússa Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump að vaxa úr grasi. 6. janúar 2017 08:45
Fullyrða að Pútín hafi fyrirskipað afskipti af forsetakosningunum Yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafa opinberað skýrslu um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember síðastliðnum. 6. janúar 2017 21:40