Gunnar Bragi óttast mjög hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2017 12:56 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Pjetur Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan: Víglínan Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, finnst sorglegt að hér á landi sé að verða til hægri stjórn. Þetta sagði Gunnar Bragi í Víglínunni á Stöð 2 nú í hádeginu en þar var hann gestur Heimis Más Pétursson ásamt Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Svandísi Svavarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Byrjað var að ræða stjórnarmyndunarviðræður og sagði Svandís Svavarsdóttir að á meðan þau sætu í sjónvarpssal væri líklegast verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Gunnar Bragi sagði að það væri ekki gott fyrir Ísland að fá hægri stjórn, og átti þar við mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Gestirnir mættir í Víglínuna sem hest kl 12:20 í opinni og beinni. pic.twitter.com/vpaHQXRV4D— Heimir Már Pétursson (@HeimirMar) January 7, 2017 Sjálfur hefði hann viljað sjá stjórn sem væri mynduð frá hægri til vinstri en nú lægi fyrir hægri stjórn sem hann óttast mjög. Heimir Már spurði þá Gunnar Braga hvort flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefði ekki verið í hægri stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem nú væri að fara frá, en Gunnar vildi ekki meina það. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa reynt að halda aftur af frjálshyggjunni sem Sjálfstæðisflokkurinn væri með í sínu farteski. Hann sagði ljóst að stjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri hægri stjórn og bætti við að Viðreisn væri hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í sinni afstöðu. Svandís Svavarsdóttir var spurð út í viðræður Vinstri grænna og Framsóknarflokksins sem sumir lásu sem skilaboð um samstarfsvilja með Sjálfstæðisflokknum. Svandís sagði orðum aukið að Vinstri græn hafi bankað á dyrnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Hún sagði að það hefði verið eðlilegt að heyra í Framsóknarflokknum og athuga samstarfsfleti, hvort sem það væri í ríkisstjórn eða utan hennar. Þetta hefði verið gert á sama tíma og lítill taktur virtist vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar var jafnvel einungis fundað í klukkutíma á dag. Svandís sagði þessar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar minna sig á vinnubrögð úr atvinnulífinu þar sem forstjórar talast við á lokuðum fundum og kynna svo starfsfólki seinna meir niðurstöðuna. Hún sagðist finna til með almennum þingmönnum í þessum flokkum að vera ekki betur upplýstir um stöðu mála.Sjáðu Víglínuna í heild sinni hér fyrir neðan:
Víglínan Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent