Rafmagnsbíll Faraday Future fékk 64.000 fyrirframpantanir Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 16:49 Faraday Future FF 91. Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Í fyrradag kynnti bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Faraday Future sinn fyrsta framleiðslubíl, FF 91 á raftækjasýningu í Las Vegas. Þar tilkynnti Faraday Future að opnað hefði verið fyrir fyrirframpantanir á bílnum og þeir sem það gerðu þyrftu að greiða 5.000 dollara inná bílinn ef hann væri pantaður með einhverjum sérþörfum. Ekki stóð á viðbrögðunum því nú þegar hafa borsit 64.124 pantanir í bílinn öfluga, en hann er 1.050 hestöfl. Þessar fyrirframpantanir eru svosem nokkru lægri en Tesla fékk á fyrsta degi á Model 3 bíl sínum, en þá bárust 232.000 fyrirframpantanir og fólk greiddi 1.000 dollara inná verð bílsins. Faraday Future veitir örugglega ekki af þessum fyrirframgreiðslum því tíðar fréttir hafa verið af fjárþörf fyrirtækisins á síðustu mánuðum og ýmsar raddir sögðu að stutt væri í að hurðum yrði brátt lokað þar á bæ. Þessar góðu viðtökur og fé ætti þó að blása þeim eldmóði og vonandi verður af blómlegri framleiðslu Faraday Future, en víst er að þessi fyrsti bíll þeirra er afar spennandi. Ef allir þeir sem pöntuðu bílinn nú hafa greitt 5.000 inná bílinn hefur fyrirtækinu áskotnast yfir 320 milljón dollarar og fyrir það má örugglega halda áfram rekstrinum í nokkurn tíma.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent