Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson og strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag. vísir/anton brink Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira