Bandaríkin borga vegginn og Mexíkó verður rukkað síðar Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 12:00 Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa biðlað til leiðtoga repúblikana á þingi að útvega fé til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Verið er að skoða hvort hægt sé að byggja vegginn án nýrra laga með því að nýta lög frá 2006. Með því að nýta gömul lög gætu Trump og repúblikanar, samkvæmt AP fréttaveitunni, komist hjá miklum deilum á þinginu og mögulegu málþófi og mótmælum demókrata. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin samkvæmt CNN. Trump segir að Mexíkó verði seinna meir rukkað fyrir smíði veggsins. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn.Mexico will pay for the wall - 100%!#MakeAmericaGreatAgain #ImWithYouhttps://t.co/pSFuPZz0xP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2016 Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina og mögulegt er að reikningurinn mundi enda hjá skattgreiðendum í Bandaríkjunum. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Trump hefur einnig heitið því að veggurinn verði að mestu byggður úr steypu og stáli, en veggurinn var eitt helsta kosningaloforð hans. Hins vegar þykir ólíklegt að lögin sem um ræðir myndu gera stjórnvöldum kleift að byggja svo dýran vegg. Því er líklegra að girðing verði reist. Trump hefur nú tjáð sig um fréttir morgunsins á Twitter, þar sem hann skammast yfir því að fjölmiðlar geri ekki grein fyrir því að Mexíkó verði rukkað síðar, eins og Trump stakk upp á í október. Bandaríkin muni borga fyrir smíðina á veggnum til að spara tíma. Svo verði Mexíkó þvingað til að borga.The dishonest media does not report that any money spent on building the Great Wall (for sake of speed), will be paid back by Mexico later!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 Á kosningasíðu Trump má finna skjal þar sem farið er yfir hvernig Mexíkó gæti borgað fyrir veginn. Þar er til dæmis stungið upp á því að peningasendingar frá Bandaríkjunum til Mexíkó yrðu skattlagðar. Það er eftir að því yrði komið á að enginn gæti flutt peninga frá Bandaríkjunum án þess að staðfesta löglega veru sína í landinu. Í tillögunum kemur einnig fram að hægt væri að þvinga Mexíkó til að borga með tollum og með því að koma í veg fyrir ferðalög Mexíkóa yfir landamærin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55 Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37 Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03 Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Starfsmenn Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa biðlað til leiðtoga repúblikana á þingi að útvega fé til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Verið er að skoða hvort hægt sé að byggja vegginn án nýrra laga með því að nýta lög frá 2006. Með því að nýta gömul lög gætu Trump og repúblikanar, samkvæmt AP fréttaveitunni, komist hjá miklum deilum á þinginu og mögulegu málþófi og mótmælum demókrata. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin samkvæmt CNN. Trump segir að Mexíkó verði seinna meir rukkað fyrir smíði veggsins. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn.Mexico will pay for the wall - 100%!#MakeAmericaGreatAgain #ImWithYouhttps://t.co/pSFuPZz0xP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 1, 2016 Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina og mögulegt er að reikningurinn mundi enda hjá skattgreiðendum í Bandaríkjunum. Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Trump hefur einnig heitið því að veggurinn verði að mestu byggður úr steypu og stáli, en veggurinn var eitt helsta kosningaloforð hans. Hins vegar þykir ólíklegt að lögin sem um ræðir myndu gera stjórnvöldum kleift að byggja svo dýran vegg. Því er líklegra að girðing verði reist. Trump hefur nú tjáð sig um fréttir morgunsins á Twitter, þar sem hann skammast yfir því að fjölmiðlar geri ekki grein fyrir því að Mexíkó verði rukkað síðar, eins og Trump stakk upp á í október. Bandaríkin muni borga fyrir smíðina á veggnum til að spara tíma. Svo verði Mexíkó þvingað til að borga.The dishonest media does not report that any money spent on building the Great Wall (for sake of speed), will be paid back by Mexico later!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2017 Á kosningasíðu Trump má finna skjal þar sem farið er yfir hvernig Mexíkó gæti borgað fyrir veginn. Þar er til dæmis stungið upp á því að peningasendingar frá Bandaríkjunum til Mexíkó yrðu skattlagðar. Það er eftir að því yrði komið á að enginn gæti flutt peninga frá Bandaríkjunum án þess að staðfesta löglega veru sína í landinu. Í tillögunum kemur einnig fram að hægt væri að þvinga Mexíkó til að borga með tollum og með því að koma í veg fyrir ferðalög Mexíkóa yfir landamærin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55 Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37 Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03 Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Trump ætlar að vísa allt að þremur milljónum úr landi Segist ætla að einblína á ólöglega innflytjendur sem eru glæpamenn. 13. nóvember 2016 19:55
Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó Verðandi forseta Bandaríkjanna hugnast ekki erlend framleiðsla á bifreiðum sem seldar eru á Bandaríkjamarkaði. 5. janúar 2017 23:37
Trump og forseti Mexíkó ræddu ekki hver myndi borga fyrir landamæravegginn Donald Trump og Enrique Pena hittust á fundi í kvöld. 31. ágúst 2016 21:03
Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi. 1. september 2016 07:56
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00