Jeppinn rúllaði í sjóinn af ferju Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 10:20 Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira