Jeppinn rúllaði í sjóinn af ferju Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 10:20 Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður
Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður