Væntingar Kristjáns til Íslands ekki miklar: Vill sjá ungu mennina fá mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 09:45 Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru atvinnumenn í Danmörku og Svíþjóð en Janus Daði hefur orðið Íslandsmeistari með Haukum undanfarin tvö ár. vísir/stefán/ernir Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Kristján Arason, einn besti handboltamaður í sögu Íslands, gerir ekki miklar væntingar til íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn í næstu viku. Liðið stendur á tímamótum og gæti verið án síns besta leikmanns. Strákarnir okkar fara á fullt í undirbúningi fyrir HM í dag þegar þeir hefja leik á Bygma-æfingamótinu í Danmörku en mótherjar dagsins eru Egyptar sem Ísland hefur ekki tapað fyrir í níu ár. „Ég er að vona að við endum mótið sem eitt af þeim átta efstu. Að krefja það um eitthvað meira er ósanngjarnt,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag en okkar menn eru í riðli með Spáni, Slóveníu, Makedóníu, Túnis og Angóla. Fjögur efstu liðin fara í 16 liða úrslitin. Aron Pálmarsson, besti handboltamaður Íslands, er meiddur og verður ekki með í Danmörku en vonast er til að hann geti spilað á HM. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi hans. „Það mun auðvitað breyta heilmiklu ef Aron Pálmarsson getur ekki verið með. Hann er sá leikmaður sem á að gera gæfumuninn enda okkar besti handboltamaður. Maður hefur tvenns konar sýn á liðið, með og án Arons,“ segir Kristján sem vill að yngri leikmenn, framtíð íslenska liðsins, fái nú tækifæri og spili alvöru mínútur í Frakklandi. „Ég vil sjá Janus Daða, Ómar Inga og Arnar Frey fá að spila sína rullu á þessu móti. Ég tel að liðið verði ekki verra þótt þeir fái sína kafla. Janus og Ómar eru flinkir leikmenn og Arnar hefur staðið sig mjög vel,“ segir Kristján. „Þetta eru strákar sem eru komnir með ágæta reynslu þótt það sé mikill munur á því að spila á stóru heimsmeistaramóti og í deildinni hér heima eða í unglingalandsliðinu. Ég myndi vilja sjá þá fá 10-20 mínútna spiltíma í hverjum leik,“ segir Kristján Arason.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00 Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00 Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tölfræðisíðan HBStatz heldur áfram að telja niður í HM með því að fara yfir frammistöðu strákanna okkar á árinu 2016. 4. janúar 2017 12:00
Strákarnir hafa ekki tapað fyrir Egyptum í níu ár Íslenska handboltalandsliðið hefur í dag keppni á Bygma Cup æfingamótinu í Danmörku. Fyrsti leikur liðsins er á móti Egyptalandi klukkan 17.00 að íslenskum tíma. 5. janúar 2017 07:00
Guðjón Valur langmarkahæsti leikmaðurinn á HM Guðjón Valur Sigurðsson er þriðji reynslumesti leikmaðurinn sem spilar á HM en sá langmarkahæsti. 3. janúar 2017 19:45
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir átta daga þegar þeir mæta Spáni. 4. janúar 2017 13:45
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti