Þjóðarbúið orðið af tíu milljörðum vegna verkfalls sjómanna Höskuldur Kári Schram skrifar 3. janúar 2017 18:45 Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og afleiðingar þess eru nú byrjaðar að segja til sín. Togararnir liggja verkefnalausir við bryggju, fiskvinnslufyrirtæki víða um land glíma við hráefnisskort og mörg hundruð manns hafa misst vinnuna. Verð á algengum fisktegundum á innanlandsmörkuðum hefur margfaldast á síðustu vikum. Kristján Berg Ásgeirsson eigandi fiskverslunarinnar Fiskikóngsins, sem selur bæði til einstaklinga og fyrirtækja, segir að staðan sé orðin mjög erfið. „Maður borgar 100 til 200 krónum meira fyrir kílóið. Í mínu fyrirtæki þurfum við 4 til 5 tonn á dag og þá er þetta fljótt að telja,“ segir Kristján Berg. Ekkert hefur verið fundað í deilunni frá því fyrir jól en næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þjóðarbúið hafi nú þegar orðið af milljarða tekjum vegna verkfalllsins. „Verkfallið er að sjálfsögðu neyðarúrræði því það mun alltaf leiða til tjóns. Í útflutningsgrein þar sem menn hafa í ár og áratugi verið að byggja upp markaði, og ferskfiskmarkaður er orðinn okkar aðalmarkaður, þá erum við að gera ráð fyrir þetta séu um 500 milljónir á hverjum einasta degi í töpuðum útflutningstekjum,“ segir Heiðrún. Verkfall sjómanna Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Tapaðar útflutningstekjur vegna verkfalls sjómanna nema rúmum tíu milljörðum króna að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fisksalar segja að ástandið sé orðið afar erfitt en verð á algengum fisktegundum hefur margfaldast á undanförnum vikum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur og afleiðingar þess eru nú byrjaðar að segja til sín. Togararnir liggja verkefnalausir við bryggju, fiskvinnslufyrirtæki víða um land glíma við hráefnisskort og mörg hundruð manns hafa misst vinnuna. Verð á algengum fisktegundum á innanlandsmörkuðum hefur margfaldast á síðustu vikum. Kristján Berg Ásgeirsson eigandi fiskverslunarinnar Fiskikóngsins, sem selur bæði til einstaklinga og fyrirtækja, segir að staðan sé orðin mjög erfið. „Maður borgar 100 til 200 krónum meira fyrir kílóið. Í mínu fyrirtæki þurfum við 4 til 5 tonn á dag og þá er þetta fljótt að telja,“ segir Kristján Berg. Ekkert hefur verið fundað í deilunni frá því fyrir jól en næsti samningafundur hefur verið boðaður á fimmtudag. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þjóðarbúið hafi nú þegar orðið af milljarða tekjum vegna verkfalllsins. „Verkfallið er að sjálfsögðu neyðarúrræði því það mun alltaf leiða til tjóns. Í útflutningsgrein þar sem menn hafa í ár og áratugi verið að byggja upp markaði, og ferskfiskmarkaður er orðinn okkar aðalmarkaður, þá erum við að gera ráð fyrir þetta séu um 500 milljónir á hverjum einasta degi í töpuðum útflutningstekjum,“ segir Heiðrún.
Verkfall sjómanna Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira