Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega.
Þjálfarinn, Jordi Ribera, er búinn að skera hópinn niður í sautján leikmenn og er óhætt að tala um að valinn maður sé í hverju rúmi í spænska liðinu.
Spánverjar taka þátt í æfingamóti um næstu helgi eins og flest önnur lið keppninnar. Þeir munu þá spila við Pólland, Argentínu og Katar.
Spænski hópurinn:
Markverðir:
Gonzalo Pérez de Vargas (Barcelona)
Rodrigo Corrales (Wisla Plock)
Hægra horn:
Victor Tomas (Barcelona)
David Balaguer (Nantes)
Hægri skytta:
Alex Dujshebaev (Vardar)
Eduardo Gurbindo (Nantes)
Miðjumenn:
Raul Entrerrios (Barcelona)
Dani Sarmiento (Saint Raphael)
Vinstri skytta:
Joan Canellas (Vardar)
Iosu Goñi (PAYX d'Aix)
Alex Costoya (Abanca Ademar León)
Vinstra horn:
Angel Fernandez (Naturhouse La Rioja)
Valero Rivera (Barcelona)
Línumenn:
Julen Aginagalde (Kielce)
Gideon Guardiola (Rhein Neckar Löwen)
Adrià Figueras (Fraikin Granollers)
Varnarmaður:
Viran Morros (Barcelona)
