Finnur Freyr: Erum að skoða okkar mál Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 21:57 Finnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna. Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Sjá meira