Allur ágóði af miðasölu á leik Grindavíkur og KR í kvöld mun renna til fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur.
Alma Þöll lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í síðustu viku. Hún var átján ára og bjó í Grindavík.
„Hugur okkar er hjá þeim. Mætum í kvöld, styðjum og látum gott af okkur leiða,“ segir í tilkynningu Grindvíkinga en Víkurfréttir greina frá þessu.
Leikur Grindavíkur og KR hefst klukkan 19.15 í kvöld.
Ágóðinn af miðasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Þallar

Tengdar fréttir

Nafn stúlkunnar sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi
Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld.

Söfnun til styrktar fjölskyldu Ölmu Þallar
Komið hefur verið af stað söfnun til styrktar fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur sem lést 12.janúar síðastliðinn í bílslysi á Grindavíkurvegi.

Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins.