Guðmundur Guðmundsson virtist ekki ánægður með orðalag fréttar sem birtist á Vísi í gær og lét vita af sér í athugasemdakerfinu við fréttina.
Sjá einnig: Svíarnir hans Kristjáns rúlluðu yfir Katar og tryggðu Guðmundi sigur í riðlinum
Katar var fyrir leikinn gegn Svíum í gær eina liðið sem átti möguleika á að ná efsta sæti D-riðils af Dönum. En eftir sigur Svía á Katar í gær var ljóst að Danir eru öruggir með efsta sæti riðilsins, eins og sagt er frá í fréttinni.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska landsliðsins og gerði liðið að Ólympíumeisturum í sumar.
„Danir höfðu sem sagt ekkert um það að segja að vinna riðilinn. Þeir hafa unnið alla 4 leiki sína til þessa og þeir unnu einnig svía. Því það voru svíar sem unnu riðilinn fyrir dani, einmitt,“ skrifaði Guðmundur í umræddri athugasemd.
Danmörk vann Barein í gær, 30-26, og er í fríi í dag. Danir mæta svo Katar á morgun í lokaumferð riðlakeppninnar.
Vísir stendur við upphaflegu frétt sína og orðalag hennar.
Guðmundur sendi Vísi pillu í athugasemdakerfi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti




Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

