Ole Gunnar Solskjær í viðræður um að taka við norska landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 22:04 Ole Gunnar að yfirgefa Molde? vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er á leið í viðræður við norska knattspyrnusambandið um að taka við landsliði Noregs. Þetta kemur fram á vef norska blaðsins Verdens Gang í kvöld. Öystein Neerland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfestir við VG að það er búið að gefa þjálfaranum leyfi til að ræða við sambandið um að verða mögulega næsti landsliðsþjálfari. Norska landsliðið hefur verið þjálfaralaust síðan í nóvember þegar Per-Mathias Högmo var sagt upp störfum. Norska liðið er í svakalegri lægð og er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018. Það hefur fallið hratt niður heimslistann undanfarin misseri. Fram kemur í frétt VG að Solskjær er með klásúlu í samningi sínum sem gefur honum færi á að yfirgefa Molde og taka við norska landsliðinu bjóðist honum það. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hver niðurstaðan verður. Ole Gunnar Solskjær er að stýra Molde-liðinu í annað sinn en hann gerði það að Noregsmeisturum árið 2011 og 2012. Eftir misheppnaða dvöl hjá Cardiff í ensku úrvalsdeildinni hélt hann aftur heim og fékk starfið hjá Molde að nýju árið 2015. Hann keypti Víkinginn Óttar Magnús Karlsson, efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, eftir að síðasta tímabili hér heima lauk en svo gæti farið að framherjinn ungi fái ekki að spila deildarleik í Noregi undir stjórn fyrrverandi Manchester United-hetjunnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, er á leið í viðræður við norska knattspyrnusambandið um að taka við landsliði Noregs. Þetta kemur fram á vef norska blaðsins Verdens Gang í kvöld. Öystein Neerland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Molde, staðfestir við VG að það er búið að gefa þjálfaranum leyfi til að ræða við sambandið um að verða mögulega næsti landsliðsþjálfari. Norska landsliðið hefur verið þjálfaralaust síðan í nóvember þegar Per-Mathias Högmo var sagt upp störfum. Norska liðið er í svakalegri lægð og er aðeins með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018. Það hefur fallið hratt niður heimslistann undanfarin misseri. Fram kemur í frétt VG að Solskjær er með klásúlu í samningi sínum sem gefur honum færi á að yfirgefa Molde og taka við norska landsliðinu bjóðist honum það. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hver niðurstaðan verður. Ole Gunnar Solskjær er að stýra Molde-liðinu í annað sinn en hann gerði það að Noregsmeisturum árið 2011 og 2012. Eftir misheppnaða dvöl hjá Cardiff í ensku úrvalsdeildinni hélt hann aftur heim og fékk starfið hjá Molde að nýju árið 2015. Hann keypti Víkinginn Óttar Magnús Karlsson, efnilegasta leikmann Pepsi-deildarinnar í fyrra, eftir að síðasta tímabili hér heima lauk en svo gæti farið að framherjinn ungi fái ekki að spila deildarleik í Noregi undir stjórn fyrrverandi Manchester United-hetjunnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira