Óvinsæll og umdeildur forseti Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. janúar 2017 07:00 Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Nordicphotos/AFP Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna segjast sátt við frammistöðu Donalds Trumps í aðdraganda embættistöku hans, samkvæmt skoðanakönnun CNN. Enginn af síðustu forsetum Bandaríkjanna hefur mælst með jafn lítið álit hjá þjóðinni við upphaf embættisferilsins. Þegar Barack Obama tók við embættinu árið 2009 sögðust 84 prósent aðspurðra ánægð með hann. Þegar Bill Clinton varð forseti árið 1993 voru 67 prósent ánægð með hann og þegar George W. Bush tók við árið 2001 sagðist 61 prósent ánægt með hann.Sáttir við ObamaHins vegar hefur ánægjan með frammistöðu Baracks Obama ekki mælst meiri síðan 2009, því nú segjast 60 prósent vera ánægð með frammistöðu hans í embættinu. Ánægjan með fráfarandi forseta hefur sjaldan mælst meiri, en árið 2001 sögðust 66 prósent ánægð með frammistöðu Bills Clinton þegar hann hætti og árið 1989 voru 64 prósent ánægð með Ronald Reagan þegar hann hvarf úr embætti.Barack Obama kveður embættið vinsælli en hann hefur lengi mælst.vísir/epaÞað var ekki fyrr en eftir að Obama hafði verið hálft annað ár í embættinu sem vinsældir hans fóru niður í 44 prósent, það sama og Trump er með strax í byrjun. Reiknað er með því að um það bil 800 þúsund manns muni mæta til leiks í Washington á morgun að fylgjast með innsetningarathöfninni, þegar Trump sver embættiseið. Þetta er mikill fjöldi, en þó ekki helmingurinn af þeim 1.800 þúsund manns sem flykktust þangað fyrir átta árum þegar Obama tók við. Miklar vonir voru bundnar við Obama, en þótt hann hafi ekki getað staðið undir þeim nema að hluta þá virðast Bandaríkjamenn almennt kveðja hann harla sáttir. Mikið vantar líka upp á að athöfnin verði jafn stjörnum prýdd og fyrir átta árum þegar tónlistarmenn og leikarar kepptust um að fá að koma fram. Trump vekur ekki sömu tilfinningar og hafa meðal annars Elton John og Charlotte Church neitað boði um að koma fram á innsetningarathöfninni á morgun.AðalstjarnanSkipuleggjendur athafnarinnar segja þetta þó ekki koma að sök: „Við erum svo heppin að vera með í okkar röðum mesta frægðarmenni heimsins, sem er verðandi forseti,“ sagði Tom Barrack, formaður nefndarinnar sem sér um innsetningarathöfn Trumps. Þetta sagði hann við fréttamenn fyrir nokkrum dögum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar: „Þannig að í staðinn fyrir að reyna að umkringja hann með toppfólki þá ætlum við að umkringja hann með hinum milda yndisþokka staðarins.“ Auk þeirra sem mæta til að fagna Trump ætla andstæðingar hans að fjölmenna í Washington á morgun. Efnt verður til fjöldamótmæla á svonefndu Frelsistorgi, Freedom Plaza, sem er skammt frá Hvíta húsinu. Þau hefjast klukkan sjö að morgni, eða rétt um það leyti sem Trump og Obama halda til guðsþjónustu í Jóhannesarkirkjunni, St. Johns Episcopal Church, áður en aðrar athafnir dagsins taka við. Þá hafa verið skipulögð fjöldamótmæli kvenna í Washington á laugardaginn, þar sem búist er við hundruðum þúsunda kvenna sem munu með þessu tjá andstöðu sína við Trump og væntanlega ríkisstjórn hans.UmdeildurTrump er vafalítið einn umdeildasti maður sem tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna, strax í upphafi. Hann hefur vakið ónot meðal leiðtoga víða um heim með glannalegum yfirlýsingum, þar sem hann skýtur í ýmsar áttir. Meðal annars að Angelu Merkel Þýskalandskanslara með því að segja flóttamannastefnu hennar hafa haft skelfilegar afleiðingar. Þá sagði hann í viðtali nú í vikunni Atlantshafsbandalagið vera orðið úrelt. Hann hikar ekki heldur við að ögra kínverskum ráðamönnum, meðal annars með því að segjast ekki ætla að sætta sig við yfirgang þeirra í Suður-Kyrrahafi eða gagnvart Taívan auk þess sem hann boðar hreinlega viðskiptastríð við Kína. Rússar hins vegar hafa tekið vel í margt af því sem oltið hefur upp úr Trump. Nú síðast gaf hann til kynna að hann gæti vel hugsað sér að hætta refsiaðgerðum gegn Rússlandi og boðar jafnvel nýjar samningaviðræður um kjarnorkuafvopnun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna segjast sátt við frammistöðu Donalds Trumps í aðdraganda embættistöku hans, samkvæmt skoðanakönnun CNN. Enginn af síðustu forsetum Bandaríkjanna hefur mælst með jafn lítið álit hjá þjóðinni við upphaf embættisferilsins. Þegar Barack Obama tók við embættinu árið 2009 sögðust 84 prósent aðspurðra ánægð með hann. Þegar Bill Clinton varð forseti árið 1993 voru 67 prósent ánægð með hann og þegar George W. Bush tók við árið 2001 sagðist 61 prósent ánægt með hann.Sáttir við ObamaHins vegar hefur ánægjan með frammistöðu Baracks Obama ekki mælst meiri síðan 2009, því nú segjast 60 prósent vera ánægð með frammistöðu hans í embættinu. Ánægjan með fráfarandi forseta hefur sjaldan mælst meiri, en árið 2001 sögðust 66 prósent ánægð með frammistöðu Bills Clinton þegar hann hætti og árið 1989 voru 64 prósent ánægð með Ronald Reagan þegar hann hvarf úr embætti.Barack Obama kveður embættið vinsælli en hann hefur lengi mælst.vísir/epaÞað var ekki fyrr en eftir að Obama hafði verið hálft annað ár í embættinu sem vinsældir hans fóru niður í 44 prósent, það sama og Trump er með strax í byrjun. Reiknað er með því að um það bil 800 þúsund manns muni mæta til leiks í Washington á morgun að fylgjast með innsetningarathöfninni, þegar Trump sver embættiseið. Þetta er mikill fjöldi, en þó ekki helmingurinn af þeim 1.800 þúsund manns sem flykktust þangað fyrir átta árum þegar Obama tók við. Miklar vonir voru bundnar við Obama, en þótt hann hafi ekki getað staðið undir þeim nema að hluta þá virðast Bandaríkjamenn almennt kveðja hann harla sáttir. Mikið vantar líka upp á að athöfnin verði jafn stjörnum prýdd og fyrir átta árum þegar tónlistarmenn og leikarar kepptust um að fá að koma fram. Trump vekur ekki sömu tilfinningar og hafa meðal annars Elton John og Charlotte Church neitað boði um að koma fram á innsetningarathöfninni á morgun.AðalstjarnanSkipuleggjendur athafnarinnar segja þetta þó ekki koma að sök: „Við erum svo heppin að vera með í okkar röðum mesta frægðarmenni heimsins, sem er verðandi forseti,“ sagði Tom Barrack, formaður nefndarinnar sem sér um innsetningarathöfn Trumps. Þetta sagði hann við fréttamenn fyrir nokkrum dögum, samkvæmt frásögn Reuters-fréttastofunnar: „Þannig að í staðinn fyrir að reyna að umkringja hann með toppfólki þá ætlum við að umkringja hann með hinum milda yndisþokka staðarins.“ Auk þeirra sem mæta til að fagna Trump ætla andstæðingar hans að fjölmenna í Washington á morgun. Efnt verður til fjöldamótmæla á svonefndu Frelsistorgi, Freedom Plaza, sem er skammt frá Hvíta húsinu. Þau hefjast klukkan sjö að morgni, eða rétt um það leyti sem Trump og Obama halda til guðsþjónustu í Jóhannesarkirkjunni, St. Johns Episcopal Church, áður en aðrar athafnir dagsins taka við. Þá hafa verið skipulögð fjöldamótmæli kvenna í Washington á laugardaginn, þar sem búist er við hundruðum þúsunda kvenna sem munu með þessu tjá andstöðu sína við Trump og væntanlega ríkisstjórn hans.UmdeildurTrump er vafalítið einn umdeildasti maður sem tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna, strax í upphafi. Hann hefur vakið ónot meðal leiðtoga víða um heim með glannalegum yfirlýsingum, þar sem hann skýtur í ýmsar áttir. Meðal annars að Angelu Merkel Þýskalandskanslara með því að segja flóttamannastefnu hennar hafa haft skelfilegar afleiðingar. Þá sagði hann í viðtali nú í vikunni Atlantshafsbandalagið vera orðið úrelt. Hann hikar ekki heldur við að ögra kínverskum ráðamönnum, meðal annars með því að segjast ekki ætla að sætta sig við yfirgang þeirra í Suður-Kyrrahafi eða gagnvart Taívan auk þess sem hann boðar hreinlega viðskiptastríð við Kína. Rússar hins vegar hafa tekið vel í margt af því sem oltið hefur upp úr Trump. Nú síðast gaf hann til kynna að hann gæti vel hugsað sér að hætta refsiaðgerðum gegn Rússlandi og boðar jafnvel nýjar samningaviðræður um kjarnorkuafvopnun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent