Framlag Farfugla Dóra Magnúsdóttir skrifar 19. janúar 2017 07:00 Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun