Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Arnar Björnsson skrifar 18. janúar 2017 20:00 Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn gegn harðskörpum Makedóníumönnum í lokaleik riðlakeppninnar hér í Metz annað kvöld. Þeir ætla svo sannarlega að leggja allt í sölurnar. Besti maður Makedóna, Kiril Lazarov, er búinn að skora flest mörk í keppninni eða 31 í 46 skotum. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til hans, en þeir léku saman hjá Barcelona. „Hann er ein af bestu hægri skyttunum í boltanum, alveg klárlega. Hann er þekktur fyrir sinn sóknarleik en minna fyrir varnarleikinn. Hann er klárlega sá maður sem við þurfum að stöðva og hafa góðar gætur á,“ segir Guðjón. Hverjir eru veikleikar hans? „Varnarleikur. Hann hefur nú varla spilað vörn síðustu ár en hann er með gríðarlega gott auga og frábær skotmaður. Það er erfitt að finna veikleika í hans sóknarleik en við þurfum að setja pressu á hann þannig að hann fái eins lítinn tíma og hægt er.“ Lino Cervar, þjálfari Makedóna, hefur verið óhræddur við að taka markvörð liðsins af velli og spila með sjö leikmenn í sókninni. „Þetta er vopn sem er búið að vera að beita mjög mikið. Þetta gekk samt ekki upp hjá Makedóníu á móti Slóveníu. Þetta er tvíeggja sverð. Við þurfum samt að undirbúa okkur fyrir þetta. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þeir spila á móti Spáni í kvöld,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Íslands. Kiril Lazarov er besti maður Makedóníu og hættulegastur í sókninni en eru fleiri sem þarf að passa sig á? „Þeir eru með Manaskov í horninu sem spilar á móti Guðjóni Val í Rhein-Neckar Löwen og svo er línumaðurinn sömuleiðis mjög öflugur. Þetta er borið upp af fjórum til fimm leikmönnum hjá þeim. Það eru fjórir leikmenn búnir að skora 70 prósent af mörkunum þeirra,“ segir Geir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15 Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Guðmundur snéri sig eftir að hafa lent i bleytu við ritaraborðið Varnarjaxlinn Guðmundur Hólmar Helgason var með umbúðir á ökklanum er landsliðið hitti fjölmiðlamenn í dag en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Angóla. 18. janúar 2017 13:15
Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. 18. janúar 2017 17:00
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00