Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 21:55 Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld. Vísir/EPA Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira