Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:31 Bjarki Már Elísson var frábær í seinni hálfleik. vísir „Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
„Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17