Slóvenar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum sjö marka sigri á Makedónum í gær. Þeir geta gert Íslendingum greiða með því að vinna Túnisa í dag.
Slóvenar eru með skemmtilegt lið og síðasti leikurinn í riðlinum, Slóvenía–Spánn, verður áhugaverður.
Eftir blaðamannafundinn í gær fullyrti ég við Vujovic að Slóvenar myndu vinna riðlinn.
„Já, ég er sammála. Við erum með betra lið en Spánverjar og ætlum okkur að vinna. Mér finnst við hafa spilað betur en þeir hingað til,“ sagði hinn geðþekki Vujovic og brosti út að eyrum.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Vujovic: Ég er sammála þér með að við vinnum riðilinn

Tengdar fréttir

Næstu mótherjar Íslands fengu 20 marka skell
Angóla átti aldrei möguleika í sterk lið Spánar í leik liðanna í B-riðli HM 2017.

Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“
Sænsk dagblað leitaði að leyndarmálinu á bakvið velgengni íslenska handboltans en tveir íslenskir þjálfarar mætast í kvöld.

HM í dag: Hitað upp fyrir leikinn gegn Angóla
Leikdagur fjögur hjá strákunum okkar á HM og við hitum upp með HM í dag.

Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“
Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki.