Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2017 07:00 Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. vísir/epa Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. Breska blaðið The Sunday Times sagði að starfsfólk Trumps undirbyggi nú fundinn en Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trumps, segir þetta hins vegar fjarri sanni. Heimildarmenn Reuters úr herbúðum Trumps sögðu einnig að fréttin væri röng. Financial Times greindi hins vegar frá því að það væru menn Pútíns sem hefðu slíkan fund í huga og ynnu að honum. „Fyrsti fundurinn ætti hvorki að fara fram í Rússlandi né Bandaríkjunum heldur í óháðu landi,“ hefur Financial Times eftir ónefndum heimildarmanni í herbúðum Pútíns.Vladimír Pútín, Rússlandsforseti.Nordicphotos/AFP„Sá staður er klárlega ekki London og ekki Þýskaland heldur. Þau lönd eru of óvinveitt Rússlandi. Fundurinn gæti ekki verið í Frakklandi, það væri óviðeigandi í ljósi komandi kosninga þar í landi. Hvað með Ísland?“ er enn fremur haft eftir huldumanninum. Rússneska fréttastofan RT greindi hins vegar frá því að fréttir af slíkum fundi væru tilraun Breta til þess að grafa undan Trump. Þá sagði talsmaður Pútíns, Dmitrý Peskov, í samtali við fréttaveituna RIA að engar viðræður um slíkan fund hefðu átt sér stað. Ef af fundinum verður kallast staðarvalið á við leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1986. Sá fundur fór fram í Höfða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld væru jákvæð gagnvart slíkum fundi ef til hans kæmi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45