Tómt Berglind Pétursdóttir skrifar 16. janúar 2017 07:00 Ég skellti mér út að borða með vinkonum mínum um daginn. Þetta var dásamleg kvöldstund, við sátum lengi á veitingastað og töluðum um heimilistæki og uppeldi og svoleiðis. Við erum nefnilega orðnar fullorðnar þið skiljið. Þar sem við sátum og nutum læddist að mér einhver ónotatilfinning, einhvers konar tómleikatilfinning. Ég áttaði mig ekki alveg á því af hverju það stafaði, hellti meira hvítvíni í glasið og spurði stelpurnar hvort þær vissu hvernig maður losnar við svepp úr þvottavél. Þær voru ekki alveg vissar en bentu mér á að spyrjast fyrir á Beauty Tips. Frábær ráð, frábærar vinkonur. Þegar máltíðinni var lokið og komið að því að borga fann ég aftur fyrir þessari tilfinningu. Það var einhver ró yfir staðnum, eins og eitthvað vantaði. Mér fannst ég standa ein á miðju engi. Ég pantaði mér skot af sterku áður en ég greiddi fyrir matinn, til að drekka á leiðinni á barinn. Og til að deyfa tilfinninguna. Við röltum á næsta bar og drukkum meira vín. Ég reyndi að einbeita mér að sögunum af óþekkum börnum vinkvennanna en augu mín leituðu á næstu borð og þessi tilfinning var að æra mig. Ég ákvað að vekja máls á þessu. Finnst ykkur ekki eins og allt sé eitthvað... tómt? spurði ég stelpurnar. Þær kröfðu mig nánari útskýringa. Ég varð við þeim kröfum. Útskýrði að allt kvöldið hefði ég verið með í maganum af einhvers konar víðáttubrjálæði og einmanaleika, og þetta með engið. Vinkona mín sem er mjög greind lagði hönd sína á vanga minn og róaði mig niður. Hún vissi nákvæmlega hvað var í gangi og útskýrði fyrir mér af hverju þetta stafaði. Það eru bara engir túristar í bænum, elskan, sagði hún. Það var rétt hjá henni. Skrítnasta sem ég hef upplifað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Ég skellti mér út að borða með vinkonum mínum um daginn. Þetta var dásamleg kvöldstund, við sátum lengi á veitingastað og töluðum um heimilistæki og uppeldi og svoleiðis. Við erum nefnilega orðnar fullorðnar þið skiljið. Þar sem við sátum og nutum læddist að mér einhver ónotatilfinning, einhvers konar tómleikatilfinning. Ég áttaði mig ekki alveg á því af hverju það stafaði, hellti meira hvítvíni í glasið og spurði stelpurnar hvort þær vissu hvernig maður losnar við svepp úr þvottavél. Þær voru ekki alveg vissar en bentu mér á að spyrjast fyrir á Beauty Tips. Frábær ráð, frábærar vinkonur. Þegar máltíðinni var lokið og komið að því að borga fann ég aftur fyrir þessari tilfinningu. Það var einhver ró yfir staðnum, eins og eitthvað vantaði. Mér fannst ég standa ein á miðju engi. Ég pantaði mér skot af sterku áður en ég greiddi fyrir matinn, til að drekka á leiðinni á barinn. Og til að deyfa tilfinninguna. Við röltum á næsta bar og drukkum meira vín. Ég reyndi að einbeita mér að sögunum af óþekkum börnum vinkvennanna en augu mín leituðu á næstu borð og þessi tilfinning var að æra mig. Ég ákvað að vekja máls á þessu. Finnst ykkur ekki eins og allt sé eitthvað... tómt? spurði ég stelpurnar. Þær kröfðu mig nánari útskýringa. Ég varð við þeim kröfum. Útskýrði að allt kvöldið hefði ég verið með í maganum af einhvers konar víðáttubrjálæði og einmanaleika, og þetta með engið. Vinkona mín sem er mjög greind lagði hönd sína á vanga minn og róaði mig niður. Hún vissi nákvæmlega hvað var í gangi og útskýrði fyrir mér af hverju þetta stafaði. Það eru bara engir túristar í bænum, elskan, sagði hún. Það var rétt hjá henni. Skrítnasta sem ég hef upplifað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun