Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna fínan sigur Roma á Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese. Leikurinn fór 1-0 og var spilaður í Udinese.
Radja Nainggolan skoraði eina mark leiksins en Edin Dzeko misnotaði víti fyrir Roma í leiknum. Emil kom inn af varamannabekknum á 69. mínútu.
Napoli vann auðveldan sigur á Pescara, 3-0, og gerðu þeir Lorenzo Tonelli, Marek Hamsik og Dries Mertens sitt markið hver fyrir Napoli í leiknum.
Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 45 stig, fjórum stigum á undan Roma.
Úrslit dagsins:
Cagliari 4 - 1 Genoa
Lazio 2 - 1 Atalanta
Napoli 3 - 1 Pescara
Sampdoria 0 - 0 Empoli
Sassuolo 4 - 1 Palermo
Udinese 0 - 1 Roma
Roma hafði betur gegn Emil og félögum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti




Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



