Það var þeirra mat að hann sýndi of mikinn leikaraskap í leik gegn Stjörnunni og henti sér of auðveldlega í jörðina.
Hákon er 17 ára leikmaður sem þykir mikið efni.
„Jesús Kristur, stattu í lappirnar drengur,“ sagði Fannar Ólafsson á föstudagskvöldið en hér að neðan má sjá þessar stórglæsilegu dýfur Hákons.
Uppfært klukkan 18:35 - Vísir hefur fengið sent myndband af þessum atvikum frá öðrum sjónarhornum þar sem hlið Hákons kemur öðruvísi út. Þar má sjá að hann fær til að mynda högg í samstuði sínu við Hlyn Bærings. Hér að neðan má sjá umrætt myndband.