Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 22:45 Vladimir Putin og Donald Trump. Vísir/GETTY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vilja funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Samband ríkjanna hefur stirðnað að undanförnu og Trump hefur sagt að hann vilji bæta það. Svo virðist sem að Trump vilji endurtaka fund Gorbachev og Reagan í Höfða árið 1986 þegar þeir reyndu að binda enda á kalda stríðið. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun, en fjölmiðillinn deildi forsíðunni á Twitter nú í kvöld.●Trump wants Putin summit in Reykjavik●May calls for clean and hard Brexit #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/O9pquUoklP— The Sunday Times (@thesundaytimes) January 14, 2017 Trump sagði í nýlegu viðtali við Wall Street Journal að hann vissi til þess að Rússar vildu halda fund þeirra á milli og að hann væri tilbúinn til að mæta. Miðað við forsíðuna hjá Times hefur teymi Trump sagt breskum embættismönnum að fyrsta embættisferð Donald Trump yrði til funda með Putin. Samkvæmt frétt Sunday Times vill Trump að fundurinn fari fram á næstu vikum eftir að hann tekur við embætti þann 20. janúar. Meðal þess sem á að vera til viðræðna er að ríkin dragi úr notkun og framleiðslu kjarnorkuvopna. Vert er að benda á að Trump er fjórði forseti Bandaríkjanna sem hefur það markmið að bæta samskiptin við Putin, en það virðist aldrei hafa gengið eftir. Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama settu sér allir sama markmið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vilja funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. Samband ríkjanna hefur stirðnað að undanförnu og Trump hefur sagt að hann vilji bæta það. Svo virðist sem að Trump vilji endurtaka fund Gorbachev og Reagan í Höfða árið 1986 þegar þeir reyndu að binda enda á kalda stríðið. Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun, en fjölmiðillinn deildi forsíðunni á Twitter nú í kvöld.●Trump wants Putin summit in Reykjavik●May calls for clean and hard Brexit #TomorrowsPapersToday pic.twitter.com/O9pquUoklP— The Sunday Times (@thesundaytimes) January 14, 2017 Trump sagði í nýlegu viðtali við Wall Street Journal að hann vissi til þess að Rússar vildu halda fund þeirra á milli og að hann væri tilbúinn til að mæta. Miðað við forsíðuna hjá Times hefur teymi Trump sagt breskum embættismönnum að fyrsta embættisferð Donald Trump yrði til funda með Putin. Samkvæmt frétt Sunday Times vill Trump að fundurinn fari fram á næstu vikum eftir að hann tekur við embætti þann 20. janúar. Meðal þess sem á að vera til viðræðna er að ríkin dragi úr notkun og framleiðslu kjarnorkuvopna. Vert er að benda á að Trump er fjórði forseti Bandaríkjanna sem hefur það markmið að bæta samskiptin við Putin, en það virðist aldrei hafa gengið eftir. Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama settu sér allir sama markmið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira