Viðskipti innlent

Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Breytingarnar munu taka gildi eftir 17. Janúar 2017.
Breytingarnar munu taka gildi eftir 17. Janúar 2017. Vísir/Vilhelm
Héðan í frá munu Íslendingar sem hyggjast sækja Norður-Ameríku heim aðeins fá eina tösku innifalda í verði ásamt handfarangri.

„Ein innrituð ferðataska, auk handfarangurs, verður nú innifalin í flugfargjaldi á almennu farrými, á öllum leiðum félagsins. Á þetta jafnt við um flug til Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að tvær innritaðar ferðatöskur hafi til þessa verið hluti af fjargjaldinu til Bandaríkjanna og Kanada á almennu farrými. Þar kemur einnig fram að breytingarnar gildi ekki um farþega á Saga Class og Economy Comfort.

Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. Gjald fyrir umfram farangurheimildir munu einnig lækka en bent er á að verð fyrir aukatöskur sé breytilegt eftir flugleiðum.

Breytingarnar munu taka gildi eftir 17. janúar 2017. Þeir sem panta flug til eða frá Norður-Ameríku fyrir þann tíma geta því tekið með sér tvær töskur án þess að greiða fyrir það og er það óháð því hvenær ferðin verður farin. Þeir sem panta eftir þann tíma fá aðeins eina tösku í fargjaldinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×