

Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson á von á mjög erfiðum leik gegn sterku liði Slóvena á morgun en Geir er mjög hrifinn af slóvenska liðinu.
Það er leikdagur hjá Íslandi á HM í Frakklandi og það þýðir líka að HM í dag er á dagskrá á Vísi.
Íslendingar hafa mætt Slóvenum 18 sinnum, unnið 9 leiki, gert 4 jafntefli en 5 sinnum hafa Slóvenar hrósað sigri. Síðast mættust liðin í Árósum í Danmörku fyrir tveimur árum og þá varð jafntefli, 32-32, niðurstaðan. Tomaz Kousca er sjónvarpsmaður RTV stöðvarinnar í Slóveníu. Hverju má búast við af slóvenska liðinu á morgun?
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri.
Það mátti sjá í leiknum gegn Spánverjum að Ásgeir Örn Hallgrímsson gengur ekki alveg heill til skógar en hann gaf engu að síður allt sem hann átti.
Leikmannahópur Íslands á HM í Frakklandi er fullmannaður eftir að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ákvað að taka Bjarka Má Gunnarsson inn sem sextánda mann.