Ég er á góðum stað í lífinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur fagnar einu fimm marka sinna gegn Spáni. vísir/getty „Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira