René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld.
Ástæðan er að olnbogahlíf sem Hansen spilar alltaf með er ekki álitin lögleg samkvæmt reglum IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins.
Nýjar reglur tóku gildi í júlí á síðasta ári og þær komu í veg fyrir Hansen gæti spilað með hlífina á Ólympíuleikunum í Ríó.
Hassan Moustafa, hinn afar umdeildi forseti IHF, hefur nú blandað sér í málið og segir að Hansen megi spila með hlífina, að því gefnu að mótherjar Dana samþykki það.
„Við ætlum að gefa Dönum annað tækifæri en þetta gildir bara á þessu heimsmeistaramóti. Læknar mótherja Dana verða spurðir hvort þeir samþykki að hann spili. Ef læknirinn samþykkir það ekki verður hann ekki með,“ sagði Moustafa í samtali við TV2.
Næsti leikur Dana er gegn Egyptum á sunnudaginn en spennandi verður að sjá hvort Hansen fái leyfi til að spila þann leik.
Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn




Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn