Geir: Slóvenar spila nútímahandbolta sem mér líkar Arnar Björnsson skrifar 13. janúar 2017 19:07 Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson á von á mjög erfiðum leik gegn sterku liði Slóvena á morgun en Geir er mjög hrifinn af slóvenska liðinu. „Eins og alltaf förum við í leikinn til að vinna. Slóvenar eru með flott lið og spila gríðarlega skemmtilegan handbolta. Þeir sýndu það í leikjunum gegn Frökkum í undirbúningi fyrir HM að þeir eru til alls líklegir. Ég held að þeir seu á pari við Spánverjana,“ segir Geir og bætir við. „Þeir nýta sína styrkleika gríðarlega vel og spila hraðann nútímahandbolta sem mér líkar. Ég þekki miðjumanninn, Marko Bezjak, ég var að þjálfa hann hjá Magdeburg. Hann er ofboðslega hæfileikaríkur, les vel leikinn og er fljótur að átta sig á hvar veikleikarnir eru. Við þurfum að vera vel vakandi gegn honum. Örvhentu leikmennirnir eru góðir, tvær öflugar skyttur og það er í raun hvar er borið niður, þetta er þétt og flott lið.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik í gær á móti Spánverjum þá fyllist maður bjartsýni, er það rangt mat hjá mér? „Nei og eftir að hafa skoðað leikinn betur fannst mér fyrri hálfleikurinn og fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik mjög góðar. Við vorum helst að klikka á því að nýta ekki færin sem við fengum. Við áttum fjögur virkilega góð færi í seinni hálfleik. Staðan er 17-15 þegar 15 mínútur eru eftir og erum þá einum manni fleiri. Kannski hefðum við getað minnkað muninn í 17-16 eða jafnað í 17-17 og þá eru 13-14 mínútur eftir og allt opið. Þess í stað missum við þá í 19-15 og þá svona misstum við trúna. 45 mínútur voru mjög flottar. Ég er búinn að sýna þeim þetta, þeir vita þetta og sáu þetta. Þeir vita hvað þeir geta og nú þurfum við að vinna í því að þetta endist út leikinn.“ Hvað er að frétta af Vigni Svavarssyni er hann á leiðinni inn í hópinn? „Því miður veiktist Vignir, fékk slæma flensu en hann er á batavegi. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ég er búinn að vera í sambandi við Vigni á hverjum degi og við tökum stöðuna fljótlega hvað gerist. Við höfum haldið lausu einu sæti. „Það eru jú 13 önnur nöfn á listanum og sumir voru valdir til þess að geta komið beint inn í mótið. Reyndir leikmenn sem áður hafa tekið þátt í móti eins og þessu og þurfa lítinn undirbúning til þess að koma inn. Við þurfum að vega og meta þetta. Ástaðan fyrir því að ég tók bara 15 leikmenn er sú að það eru bara leyfðar tvær skiptingar í keppninni. Þetta gefur manni tækifæri á þriðju skiptingunni að bíða aðeins með sextánda manninn. Kannski er þetta einhver áhætta ég veit það ekki en ég ákvað að gera þetta svona. Við tökum ákvörðun fljótlega hvort við tökum sextánda manninn inn eða höfum þetta svona áfram,“ segir Geir en Bjarki Már Gunnarsson fylgdist með úr stúkunni í leiknum gegn Spáni.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59 Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37 Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30 Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson á von á mjög erfiðum leik gegn sterku liði Slóvena á morgun en Geir er mjög hrifinn af slóvenska liðinu. „Eins og alltaf förum við í leikinn til að vinna. Slóvenar eru með flott lið og spila gríðarlega skemmtilegan handbolta. Þeir sýndu það í leikjunum gegn Frökkum í undirbúningi fyrir HM að þeir eru til alls líklegir. Ég held að þeir seu á pari við Spánverjana,“ segir Geir og bætir við. „Þeir nýta sína styrkleika gríðarlega vel og spila hraðann nútímahandbolta sem mér líkar. Ég þekki miðjumanninn, Marko Bezjak, ég var að þjálfa hann hjá Magdeburg. Hann er ofboðslega hæfileikaríkur, les vel leikinn og er fljótur að átta sig á hvar veikleikarnir eru. Við þurfum að vera vel vakandi gegn honum. Örvhentu leikmennirnir eru góðir, tvær öflugar skyttur og það er í raun hvar er borið niður, þetta er þétt og flott lið.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik í gær á móti Spánverjum þá fyllist maður bjartsýni, er það rangt mat hjá mér? „Nei og eftir að hafa skoðað leikinn betur fannst mér fyrri hálfleikurinn og fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik mjög góðar. Við vorum helst að klikka á því að nýta ekki færin sem við fengum. Við áttum fjögur virkilega góð færi í seinni hálfleik. Staðan er 17-15 þegar 15 mínútur eru eftir og erum þá einum manni fleiri. Kannski hefðum við getað minnkað muninn í 17-16 eða jafnað í 17-17 og þá eru 13-14 mínútur eftir og allt opið. Þess í stað missum við þá í 19-15 og þá svona misstum við trúna. 45 mínútur voru mjög flottar. Ég er búinn að sýna þeim þetta, þeir vita þetta og sáu þetta. Þeir vita hvað þeir geta og nú þurfum við að vinna í því að þetta endist út leikinn.“ Hvað er að frétta af Vigni Svavarssyni er hann á leiðinni inn í hópinn? „Því miður veiktist Vignir, fékk slæma flensu en hann er á batavegi. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Ég er búinn að vera í sambandi við Vigni á hverjum degi og við tökum stöðuna fljótlega hvað gerist. Við höfum haldið lausu einu sæti. „Það eru jú 13 önnur nöfn á listanum og sumir voru valdir til þess að geta komið beint inn í mótið. Reyndir leikmenn sem áður hafa tekið þátt í móti eins og þessu og þurfa lítinn undirbúning til þess að koma inn. Við þurfum að vega og meta þetta. Ástaðan fyrir því að ég tók bara 15 leikmenn er sú að það eru bara leyfðar tvær skiptingar í keppninni. Þetta gefur manni tækifæri á þriðju skiptingunni að bíða aðeins með sextánda manninn. Kannski er þetta einhver áhætta ég veit það ekki en ég ákvað að gera þetta svona. Við tökum ákvörðun fljótlega hvort við tökum sextánda manninn inn eða höfum þetta svona áfram,“ segir Geir en Bjarki Már Gunnarsson fylgdist með úr stúkunni í leiknum gegn Spáni.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59 Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37 Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30 Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00 Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun. 13. janúar 2017 14:59
Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum. 13. janúar 2017 15:37
Arnór: Skrokkurinn er frábær Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum. 13. janúar 2017 15:30
Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum "Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag. 13. janúar 2017 16:00
Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Landsliðsfyrirliðinn sér aðeins eftir því að gelta á íþróttafréttamann RÚV eftir leikinn í gær. 13. janúar 2017 14:42