Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 99-70 | Langþráður Njarðvíkursigur Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 13. janúar 2017 22:45 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur. vísir/ernir Njarðvík komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 99-70. Snæfell situr á botni deildarinnar með 0 stig eftir 13 leiki en Njarðvík, sem eru komnir á sigurbraut eftir langan tíma með 10 stig. Leikurinn fór rólega af stað, fyrsta karfan kom eftir 2 mínútur. Njarðvík var með yfirhöndina í 1. leikhlutanum þótt Snæfell hafi ekki hleypt þeim langt á undan sér. Snæfell voru með 8 tapaða bolta í leikhlutanum sem er of mikið ef þeir ætluðu að eiga einhvern möguleika í þessum leik. Leikhlutinn endaði 26-18 fyrir Njarðvík. Það leit allt úr fyrir að Njarðvík ætlaði að klára leikinn í 2. leikhluta. En Snæfell gafst ekki upp og breyttu í svæðisvörn. Heimamenn virtust verða kærulausir um miðjan leikhlutann og Snæfell gekk á lagið. Njarðvík leiddi með 6 stigum í hálfleik, 46-40. Njarðvík bætti aðeins í í 3. leikhluta og breikkaði bilið of mikið til að Snæfell gæti sótt eitthvað til Suðurnesja í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og í fyrri hálfleik. Of mikið af töpuðum boltum og mikið af hraðupphlaupum hjá heimamönnum. Njarðvíkingar tóku algjörlega yfir leikinn í byrjun 4. leikhluta, Snæfell átti engin svör. Þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum skipti Daníel Guðmundsson minni spámönnum inná sem gáfu ekkert minna eftir en þeir eldri. Njarðvik vann leikinn örugglega, 99-70.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var of stór biti fyrir Snæfell í dag. Í hálfleik áttu Snæfell séns, en í seinni hálfleik settu Njarðvíkingar í fimmta gírinn og þá var ekki aftur snúið. Sóknarfráköst, stolnir boltar og hröð hraðaupphlaup skiluðu þessum sigri í kvöld. Daníel dreifði álaginu vel í leiknum og allir fengu sýna hvað í þeim bjó í kvöld. Það vakti mikla kátínu þegar Hermann Ingi Harðarsson skoraði 2 góð stig.Bestu menn vallarins: Myron Dempsey var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 21 stig og 12 fráköst. Björn Kristjánsson kom á eftir honum með 17 stig, þar af 5 af 8 í þriggja stiga skotum. Hjá Snæfell var Viktor Marínó Alexandersson með 20 stig, 4 stoðsendingar og 4 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Snæfell skoraði 30 stig fyrir utan þrigga stiga línuna og 30 stig innan þrigga stiga línunnar. Þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru bæði liðin búin að fá á sig fimm villur í öllum leiknum. Það gefur til kynna hvernig leikurinn var spilaður.Hvað gekk illa? Snæfell var að tapa of mikið af boltum einsog komið hefur fram, tóku of mikið af óvönduðum skotum og misstu of mörg fráköst í hendur Njarðvíkinga. Þetta var of mikið af mistökum til að sigra Njarðvík í Ljónagryfjunni.Ingi Þór: Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ekki ósáttur með leik liðsins í dag. En þegar liðið missir hausinn þá fara þeir að gera klaufamisstök sem ekki má gera. „Við töpuðum þessum leik á töpuðum boltum en við erum með alltof magar tapaða bolta, 25 talsins. Það sýndi sig bara, við vorum með 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta og þeir fengu 10 auðveld stig á töfluna. Það er munurinn á liðunum í fyrsta leikhluta. við vinnum síðan 2. leikhlutan þar sem við erum aðeins með einn tapaðan bolta. „En síðan erum við með 14 tapaða bolta í seinni hálfleik. Sérstaklega á kafla þegar við erum búnir að ná þessu niður í 9-10 stig þá missum við hausinn og þú mátt ekki leyfa þér það á móti svona liði eins og Njarðvík,“ sagði Ingi Þór sem sér björtu hliðarnar á leik liðsins. Þetta er ungt lið sem gefur sig alla í leikinn og Ingi Þór var búinn að búa liðið undir þessa stöðu. „Við erum ekkert farnir að hengja haus eða neitt svoleiðis við vorum alveg undirbúnir undir það fara inn í einhverja stöðu eins og hún er. Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera,“ sagði Ingi Þór.Daníel: Tvö stig létta aðeins á mönnum. Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Þrátt fyrir að Njarðvík átti erfitt með að slíta Snæfell frá sér. „Það eru nýjir leikmenn að koma inn í þetta, tveir nýjir leikmenn í byrjunarliðinu og búnir að vera hérna í einhverja tíu daga. Þetta var ekkert vanmat við vorum bara frekar stirðir. samt sem áður hefði ég vilja sá meiri ákefð í vörninni, við vorum með sex villur þegar 30. mín voru búnar af leiknum, það sýnir að við vorum svolítið linir. Í seinni hálfleik var ég ánægður með liðið, þá fórum við að gera það sem við áttum að gera,“ sagði Daníel sem var ánægður með nýju leikmennina sína. Daníel er spenntur fyrir komandi leikjum. Komnir með meiri breidd í hópinn og meiri hæð sem á eftir að skipta sköpum í framhaldinu. Hann hlakkar til að takast á við næstu tvo leiki sem sýnir hvort liðið eigi skilið að vera með í lok tímabils. „Ég lít bara björtum augum á þetta eins og alltaf. Ég sé þetta sem tvo erfiða leiki framundan á móti Stjörnunni og Tindastól. Það verður alvöru próf fyrir okkur. það er klárt mál að við ætlum okkur hærra í töflunni, til þess þurfum við góðar æfingar og allir að vinna sína vinnu, bæði vörn og sókn og hugsa vel um sig. Gott að fá 2 stig í hús sem léttir aðeins á mönnum,“ sagði Daníel. Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Njarðvík komst aftur á sigurbraut í Domino's-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 99-70. Snæfell situr á botni deildarinnar með 0 stig eftir 13 leiki en Njarðvík, sem eru komnir á sigurbraut eftir langan tíma með 10 stig. Leikurinn fór rólega af stað, fyrsta karfan kom eftir 2 mínútur. Njarðvík var með yfirhöndina í 1. leikhlutanum þótt Snæfell hafi ekki hleypt þeim langt á undan sér. Snæfell voru með 8 tapaða bolta í leikhlutanum sem er of mikið ef þeir ætluðu að eiga einhvern möguleika í þessum leik. Leikhlutinn endaði 26-18 fyrir Njarðvík. Það leit allt úr fyrir að Njarðvík ætlaði að klára leikinn í 2. leikhluta. En Snæfell gafst ekki upp og breyttu í svæðisvörn. Heimamenn virtust verða kærulausir um miðjan leikhlutann og Snæfell gekk á lagið. Njarðvík leiddi með 6 stigum í hálfleik, 46-40. Njarðvík bætti aðeins í í 3. leikhluta og breikkaði bilið of mikið til að Snæfell gæti sótt eitthvað til Suðurnesja í kvöld. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og í fyrri hálfleik. Of mikið af töpuðum boltum og mikið af hraðupphlaupum hjá heimamönnum. Njarðvíkingar tóku algjörlega yfir leikinn í byrjun 4. leikhluta, Snæfell átti engin svör. Þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum skipti Daníel Guðmundsson minni spámönnum inná sem gáfu ekkert minna eftir en þeir eldri. Njarðvik vann leikinn örugglega, 99-70.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík var of stór biti fyrir Snæfell í dag. Í hálfleik áttu Snæfell séns, en í seinni hálfleik settu Njarðvíkingar í fimmta gírinn og þá var ekki aftur snúið. Sóknarfráköst, stolnir boltar og hröð hraðaupphlaup skiluðu þessum sigri í kvöld. Daníel dreifði álaginu vel í leiknum og allir fengu sýna hvað í þeim bjó í kvöld. Það vakti mikla kátínu þegar Hermann Ingi Harðarsson skoraði 2 góð stig.Bestu menn vallarins: Myron Dempsey var atkvæðamestur hjá heimamönnum með 21 stig og 12 fráköst. Björn Kristjánsson kom á eftir honum með 17 stig, þar af 5 af 8 í þriggja stiga skotum. Hjá Snæfell var Viktor Marínó Alexandersson með 20 stig, 4 stoðsendingar og 4 fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli? Snæfell skoraði 30 stig fyrir utan þrigga stiga línuna og 30 stig innan þrigga stiga línunnar. Þegar fimm mínútur voru eftir af 3. leikhluta voru bæði liðin búin að fá á sig fimm villur í öllum leiknum. Það gefur til kynna hvernig leikurinn var spilaður.Hvað gekk illa? Snæfell var að tapa of mikið af boltum einsog komið hefur fram, tóku of mikið af óvönduðum skotum og misstu of mörg fráköst í hendur Njarðvíkinga. Þetta var of mikið af mistökum til að sigra Njarðvík í Ljónagryfjunni.Ingi Þór: Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ekki ósáttur með leik liðsins í dag. En þegar liðið missir hausinn þá fara þeir að gera klaufamisstök sem ekki má gera. „Við töpuðum þessum leik á töpuðum boltum en við erum með alltof magar tapaða bolta, 25 talsins. Það sýndi sig bara, við vorum með 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta og þeir fengu 10 auðveld stig á töfluna. Það er munurinn á liðunum í fyrsta leikhluta. við vinnum síðan 2. leikhlutan þar sem við erum aðeins með einn tapaðan bolta. „En síðan erum við með 14 tapaða bolta í seinni hálfleik. Sérstaklega á kafla þegar við erum búnir að ná þessu niður í 9-10 stig þá missum við hausinn og þú mátt ekki leyfa þér það á móti svona liði eins og Njarðvík,“ sagði Ingi Þór sem sér björtu hliðarnar á leik liðsins. Þetta er ungt lið sem gefur sig alla í leikinn og Ingi Þór var búinn að búa liðið undir þessa stöðu. „Við erum ekkert farnir að hengja haus eða neitt svoleiðis við vorum alveg undirbúnir undir það fara inn í einhverja stöðu eins og hún er. Við höfum fulla trú á því sem við erum að gera,“ sagði Ingi Þór.Daníel: Tvö stig létta aðeins á mönnum. Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Þrátt fyrir að Njarðvík átti erfitt með að slíta Snæfell frá sér. „Það eru nýjir leikmenn að koma inn í þetta, tveir nýjir leikmenn í byrjunarliðinu og búnir að vera hérna í einhverja tíu daga. Þetta var ekkert vanmat við vorum bara frekar stirðir. samt sem áður hefði ég vilja sá meiri ákefð í vörninni, við vorum með sex villur þegar 30. mín voru búnar af leiknum, það sýnir að við vorum svolítið linir. Í seinni hálfleik var ég ánægður með liðið, þá fórum við að gera það sem við áttum að gera,“ sagði Daníel sem var ánægður með nýju leikmennina sína. Daníel er spenntur fyrir komandi leikjum. Komnir með meiri breidd í hópinn og meiri hæð sem á eftir að skipta sköpum í framhaldinu. Hann hlakkar til að takast á við næstu tvo leiki sem sýnir hvort liðið eigi skilið að vera með í lok tímabils. „Ég lít bara björtum augum á þetta eins og alltaf. Ég sé þetta sem tvo erfiða leiki framundan á móti Stjörnunni og Tindastól. Það verður alvöru próf fyrir okkur. það er klárt mál að við ætlum okkur hærra í töflunni, til þess þurfum við góðar æfingar og allir að vinna sína vinnu, bæði vörn og sókn og hugsa vel um sig. Gott að fá 2 stig í hús sem léttir aðeins á mönnum,“ sagði Daníel.
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga