Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 89-69 | Haukar fundu taktinn Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 13. janúar 2017 21:30 Sherrod Wright var stigahæstur í liði Hauka. vísir/anton Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira