Nautabanarnir of sterkir í gær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2017 06:00 Amar Freyr Anarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í sínum fyrsta leik á stórmóti og hér skorar hann eitt marka sinna í gær. vísir/epa Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira