Einkunnir strákanna okkar: Þrír með fjarka 12. janúar 2017 22:14 Arnar Freyr Arnarsson spilaði vel í sínum fyrsta leik á stórmóti. vísir/afp Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var frábær af hálfu íslenska liðsins en í þeim seinni reyndust Spánverjar mun sterkari og lönduðu sex marka sigri. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti maður íslenska liðsins í leiknum. Sýndi stórbrotna markvörslu í fyrri hálfleik en í þeim seinni missti hann dampinn ekki síst vegna þess að vörnin var ekki jafn góð. Fjörtíu prósent markvarsla í landsleik er samt frábær.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Lék einn sinn besta landsleik í langan tíma. Dreif liðið áfram og sýndi ótrúlega baráttu. Fékk ekki úr miklu að moða í seinni hálfleik og leið fyrir að fá ekki nein hraðaupphlaup.Ólafur Guðmundsson - 3 Mæddi mikið á honum í leiknum. Hann var áræðinn og reyndi og var í sjálfu sér óheppinn með skotin sín. Verður ekki sakaður að þora ekki. Sótti of mikið inni á miðjuna í seinni hálfleik og gerir full mikið af mistökum.Janus Daði Smárason - 3 Var kröftugur í fyrri hálfleik. Setti leikinn vel upp fyrir félaga sína og bjó til pláss. En gleymdi sjálfum sér og reyndi lítið. Hljóp á vegg í seinni hálfleik og var í raun boðinn velkominn á HM í handbolta. En alls ekki slæm byrjun. Fann engan takt varnarlega og átti í vandræðum í bakverðinum.Rúnar Kárason - 3 Átti fína spretti í fyrri hálfleik og kom með góð mörk. Var ákafur og áræðinn. Ætlaði sér um of í seinni hálfleik. Lét draga sig of mikið inn á miðsvæðið. Reyndi erfiðar sendingar og málaði sig út í horn í leiknum.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Kom lítið við sögu. Skilaði einu góðu marki. Fékk úr litlu að moða en við verðum að gera kröfu á að hornamenn skili fleiri en einu marki í leik sem þessum.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Er líklega okkar besti sóknarlínumaður. Á það til að vera kærulaus í skotum. Hefði hæglega getað skilað 2-3 mörkum eins og hann á að gera. Á mikið inni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði fyrri hálfleikinn ágætlega. Hélt góðri breidd og skilaði góðu marki. Datt niður í seinni hálfleik. Vann á of litlu svæði en kannski ekki við hann einan að sakast. Virðist í lítili leikæfingu. Maður með hans reynslu á að gera betur.Arnar Freyr Arnarsson - 4 Fyrir utan Björgvin Pál var Arnar Freyr okkar besti maður. Var dálítið flatur varnarlega. Lék frábærlega á línunni og við erum að eignast nýjan Rússajeppa sem okkur hefur vantað lengi. Frábær frammistaða og frábær byrjun.Arnór Atlason - 3 Er í erfiðu hlutverki. Kom vel inn í fyrri hálfleik, róaði leikinn og setti vel upp. Reyndi allt hvað hann gat og skilaði tveimur góðum mörkum. Ágætis framlag frá Arnóri.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Var mjög sterkur í fyrri hálfeik en lenti í vandræum með Aguinagalde. Dró af honum þegar á leið. Ljóst að hann er framtíðarþristur í landsliðinu. Það væri óskandi að geta notað hann meira í sókninni.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Kemur inn og leysir menn af í miðju og skyttustöðunni vinstra megin. Var óheppinn og dómararnir voru grimmir við hann. Hefði getað skilað meiru. Gerir ekki margar vitleysur og það er ró yfir hans leik.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði of lítið til að fá einkunnAron Rafn Eðvarðsson - Kom ekkert við söguBjarki Már Elísson - Kom ekkert við söguGeir Sveinsson - 3 Fær plús í kladdan fyrir þor og áræðni. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og úr hans smiðju. En í seinni hálfleik missti liðið dampinn og náði ekki að halda breidd í sókninni og sótti stöðugt inn á miðjuna. Hugsanlega hefði þjálfarateymið getað brugðist við á annan máta en gert var.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var frábær af hálfu íslenska liðsins en í þeim seinni reyndust Spánverjar mun sterkari og lönduðu sex marka sigri. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Spáni:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Besti maður íslenska liðsins í leiknum. Sýndi stórbrotna markvörslu í fyrri hálfleik en í þeim seinni missti hann dampinn ekki síst vegna þess að vörnin var ekki jafn góð. Fjörtíu prósent markvarsla í landsleik er samt frábær.Guðjón Valur Sigurðsson - 4 Lék einn sinn besta landsleik í langan tíma. Dreif liðið áfram og sýndi ótrúlega baráttu. Fékk ekki úr miklu að moða í seinni hálfleik og leið fyrir að fá ekki nein hraðaupphlaup.Ólafur Guðmundsson - 3 Mæddi mikið á honum í leiknum. Hann var áræðinn og reyndi og var í sjálfu sér óheppinn með skotin sín. Verður ekki sakaður að þora ekki. Sótti of mikið inni á miðjuna í seinni hálfleik og gerir full mikið af mistökum.Janus Daði Smárason - 3 Var kröftugur í fyrri hálfleik. Setti leikinn vel upp fyrir félaga sína og bjó til pláss. En gleymdi sjálfum sér og reyndi lítið. Hljóp á vegg í seinni hálfleik og var í raun boðinn velkominn á HM í handbolta. En alls ekki slæm byrjun. Fann engan takt varnarlega og átti í vandræðum í bakverðinum.Rúnar Kárason - 3 Átti fína spretti í fyrri hálfleik og kom með góð mörk. Var ákafur og áræðinn. Ætlaði sér um of í seinni hálfleik. Lét draga sig of mikið inn á miðsvæðið. Reyndi erfiðar sendingar og málaði sig út í horn í leiknum.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Kom lítið við sögu. Skilaði einu góðu marki. Fékk úr litlu að moða en við verðum að gera kröfu á að hornamenn skili fleiri en einu marki í leik sem þessum.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Er líklega okkar besti sóknarlínumaður. Á það til að vera kærulaus í skotum. Hefði hæglega getað skilað 2-3 mörkum eins og hann á að gera. Á mikið inni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Spilaði fyrri hálfleikinn ágætlega. Hélt góðri breidd og skilaði góðu marki. Datt niður í seinni hálfleik. Vann á of litlu svæði en kannski ekki við hann einan að sakast. Virðist í lítili leikæfingu. Maður með hans reynslu á að gera betur.Arnar Freyr Arnarsson - 4 Fyrir utan Björgvin Pál var Arnar Freyr okkar besti maður. Var dálítið flatur varnarlega. Lék frábærlega á línunni og við erum að eignast nýjan Rússajeppa sem okkur hefur vantað lengi. Frábær frammistaða og frábær byrjun.Arnór Atlason - 3 Er í erfiðu hlutverki. Kom vel inn í fyrri hálfleik, róaði leikinn og setti vel upp. Reyndi allt hvað hann gat og skilaði tveimur góðum mörkum. Ágætis framlag frá Arnóri.Guðmundur Hólmar Helgason - 3 Var mjög sterkur í fyrri hálfeik en lenti í vandræum með Aguinagalde. Dró af honum þegar á leið. Ljóst að hann er framtíðarþristur í landsliðinu. Það væri óskandi að geta notað hann meira í sókninni.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Kemur inn og leysir menn af í miðju og skyttustöðunni vinstra megin. Var óheppinn og dómararnir voru grimmir við hann. Hefði getað skilað meiru. Gerir ekki margar vitleysur og það er ró yfir hans leik.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði of lítið til að fá einkunnAron Rafn Eðvarðsson - Kom ekkert við söguBjarki Már Elísson - Kom ekkert við söguGeir Sveinsson - 3 Fær plús í kladdan fyrir þor og áræðni. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var frábær og úr hans smiðju. En í seinni hálfleik missti liðið dampinn og náði ekki að halda breidd í sókninni og sótti stöðugt inn á miðjuna. Hugsanlega hefði þjálfarateymið getað brugðist við á annan máta en gert var.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn