Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:38 Rúnar Kárason skoraði tvö mörk í sex skotum á móti Spáni. vísir/afp „Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
„Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00