Einsdæmi Hörður Ægisson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Ef ríkið fengi í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, væri hagsmunum þess best borgið ef þeim fjármunum yrði ráðstafað til fjárfestinga í hlutabréfum í íslenskum bönkum? Tæplega. Öllum ætti að vera kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í bankarekstri. Afkoma bankanna hefur versnað á síðustu misserum og arðsemi af reglulegum rekstri er aðeins um og yfir sex prósent. Það væri því hægt að gera margt skynsamlegra við slíka fjármuni – til dæmis að halda áfram að greiða niður skuldir ríkisins. Staðan í dag er hins vegar sú – meira en átta árum eftir fjármálaáfallið – að ríkið er enn alltumlykjandi á bankamarkaði. Í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka og Landsbankanum, auk þess að eiga gríðarlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta við söluferli Arion banka, þá er fjármálakerfið nánast alfarið í höndum íslenskra skattgreiðenda. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Gróflega áætlað fara um níu af hverjum tíu krónum sem stóru bankarnir skila í hagnað til ríkissjóðs. Þessi staða er einsdæmi í hinum vestræna heimi – og getur vart talist eðlileg. Ný ríkisstjórn virðist vera sama sinnis. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til „langs tíma litið [sé] ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum“ og því „mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt“. Sú stefnumörkun er ágæt, svo langt sem hún nær. Til skemmri tíma litið ættu stjórnvöld að huga að öðrum leiðum en sölu hlutabréfa til að endurheimta fjármuni ríkisins í bönkunum. Greint var frá því á dögunum að Íslandsbanki hefði tekið ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs til hluthafa, sem er íslenska ríkið, að fjárhæð 27 milljarðar. Stjórnendur Landsbankans hljóta að gera slíkt hið sama á komandi mánuðum. Sterk lausa- og eiginfjárstaða bankans þýðir að hann hefur svigrúm til að greiða hluthöfum tugi milljarða með útgreiðslu arðs og sölu eigna. Slík ákvörðun væri hagstæð fyrir ríkið og myndi jafnframt hafa þær jákvæðu afleiðingar að minnka efnahagsreikning bankans og gera stjórnvöldum þannig auðveldara um vik að selja hlut sinn á hinum örsmáa íslenska markaði. Framundan eru löngu tímabærar breytingar á eignarhaldi bankanna. Í hartnær sex ár sættum við okkur við þá staðreynd að meirihluti bankakerfisins var í höndum andlitslausra vogunarsjóða, fyrirkomulag sem var á skjön við reglur FME um hverjir séu hæfir til að vera eigendur fjármálafyrirtækja. Í dag er það ríkið sem fer að mestu fyrir bönkunum – að undanskildum Arion banka. Fyrirséð er að nýir eigendur komi að þeim banka síðar á árinu þegar hluthafar Kaupþings munu selja hlut sinn. Æskilegast væri að erlendir fjárfestar verði þar fyrirferðarmiklir kaupendur í stað þess að bankinn endi að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Verði það niðurstaðan er ljóst að salan á Arion banka mun ekki marka upphafið að nauðsynlegri endurskipulagningu bankakerfisins. Það sýnir okkur reynslan af umsvifum lífeyrissjóða sem meirihlutaeigenda að flestum skráðum félögum í Kauphöllinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ef ríkið fengi í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, væri hagsmunum þess best borgið ef þeim fjármunum yrði ráðstafað til fjárfestinga í hlutabréfum í íslenskum bönkum? Tæplega. Öllum ætti að vera kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í bankarekstri. Afkoma bankanna hefur versnað á síðustu misserum og arðsemi af reglulegum rekstri er aðeins um og yfir sex prósent. Það væri því hægt að gera margt skynsamlegra við slíka fjármuni – til dæmis að halda áfram að greiða niður skuldir ríkisins. Staðan í dag er hins vegar sú – meira en átta árum eftir fjármálaáfallið – að ríkið er enn alltumlykjandi á bankamarkaði. Í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka og Landsbankanum, auk þess að eiga gríðarlegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta við söluferli Arion banka, þá er fjármálakerfið nánast alfarið í höndum íslenskra skattgreiðenda. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um tuttugu prósentum af landsframleiðslu. Gróflega áætlað fara um níu af hverjum tíu krónum sem stóru bankarnir skila í hagnað til ríkissjóðs. Þessi staða er einsdæmi í hinum vestræna heimi – og getur vart talist eðlileg. Ný ríkisstjórn virðist vera sama sinnis. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til „langs tíma litið [sé] ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum“ og því „mikilvægt að minnka hlut ríkisins í varfærnum skrefum og víðtækri sátt“. Sú stefnumörkun er ágæt, svo langt sem hún nær. Til skemmri tíma litið ættu stjórnvöld að huga að öðrum leiðum en sölu hlutabréfa til að endurheimta fjármuni ríkisins í bönkunum. Greint var frá því á dögunum að Íslandsbanki hefði tekið ákvörðun um sérstaka greiðslu arðs til hluthafa, sem er íslenska ríkið, að fjárhæð 27 milljarðar. Stjórnendur Landsbankans hljóta að gera slíkt hið sama á komandi mánuðum. Sterk lausa- og eiginfjárstaða bankans þýðir að hann hefur svigrúm til að greiða hluthöfum tugi milljarða með útgreiðslu arðs og sölu eigna. Slík ákvörðun væri hagstæð fyrir ríkið og myndi jafnframt hafa þær jákvæðu afleiðingar að minnka efnahagsreikning bankans og gera stjórnvöldum þannig auðveldara um vik að selja hlut sinn á hinum örsmáa íslenska markaði. Framundan eru löngu tímabærar breytingar á eignarhaldi bankanna. Í hartnær sex ár sættum við okkur við þá staðreynd að meirihluti bankakerfisins var í höndum andlitslausra vogunarsjóða, fyrirkomulag sem var á skjön við reglur FME um hverjir séu hæfir til að vera eigendur fjármálafyrirtækja. Í dag er það ríkið sem fer að mestu fyrir bönkunum – að undanskildum Arion banka. Fyrirséð er að nýir eigendur komi að þeim banka síðar á árinu þegar hluthafar Kaupþings munu selja hlut sinn. Æskilegast væri að erlendir fjárfestar verði þar fyrirferðarmiklir kaupendur í stað þess að bankinn endi að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Verði það niðurstaðan er ljóst að salan á Arion banka mun ekki marka upphafið að nauðsynlegri endurskipulagningu bankakerfisins. Það sýnir okkur reynslan af umsvifum lífeyrissjóða sem meirihlutaeigenda að flestum skráðum félögum í Kauphöllinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun