Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Skallagrímur 99-92 | KR hafði betur eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2017 22:00 Jón Arnór spilaði sinn fyrsta heimaleik fyrir KR í sjö ár í kvöld. vísir/eyþór KR-ingar unnu mjög góðan sigur á nýliðum Skallagrím í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja hann. Honum lauk með sigri KR 99-92 og fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var æsispennandi og var ekki að sjá að leikurinn væri á milli Íslandsmeistarana og nýliða. Skallagrímsmenn hefðu hæglega getað farið með sigur hér í kvöld en það var gamla góðan reynslan sem skilaði KR stigunum tveimur. Pavel Ermolinskij var stórkostlegur í KR og gerði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í liði Skallagríms og skoraði hann 37 stig.Af hverju vann KR? KR-ingar eru með reynslu og mikla breidd í sínu liði og það var það sem skóp þennan sigur í kvöld. Það munaði ekki miklu en reynslan skilaði KR alla leið. Pavel Ermolinskij var einnig eins og draumur í kvöld og bar KR-liðið á herðum sér. Það munar oft ekki miklu í svona háspennu framlengdum leik en nýliðar Skallagríms geta lært helling á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarinsÞeir voru margir. Pavel var ótrúlegur og réðu Skallagrímsmenn lítið við hann. Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Withfield áttu einnig magnaðan leik fyrir Skallagrímsmenn en þeir síðarnefndu gerðu 67 stig af þeim 92 sem Skallagrímsmenn gerðu í leiknum.Tölfræði sem vakti athygliPavel var aðeins einni stoðsendingu frá því að gera þrennu í kvöld. Hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Skallagrímsmenn náðu 19 sóknarfráköstum, eitthvað sem skilaði þeim í framlenginguna.Hvað gekk illa ?Sóknarleikur beggja liða var á köflum erfiður og þurfa liðin aðeins að slípa hann til. Aftur á móti var varnarleikurinn nokkuð þéttur báðum megin. Skallarnir verða að halda betur haus í spennu og gera mun betur í sókninni þegar mikið er undir.KR-Skallagrímur 99-92 (26-18, 17-21, 31-25, 10-20, 15-8)KR: Pavel Ermolinskij 31/15 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 10/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5.Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 37/5 fráköst, Flenard Whitfield 30/29 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Davíð Ásgeirsson 4, Kristófer Gíslason 3/4 fráköst, Darrell Flake 2/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 1.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/eyþórFinnur: Þeir spiluðu bara hörku vörn á okkur „Ég verð bara að hrósa vörn Skallagríms, þeir mættu bara og lömdu fast á okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þeir spiluðu alls ekki ólöglega og gerðu þetta bara vel. Ég veit ekki hvort við höfum haldið að þetta yrði eitthvað auðvelt en við vorum bara í stökustu vandræðum með þá.“ Finnur segir að KR-ingar hafi verið í rosalegu basli með Sigtrygg og Flenard Whitfield í kvöld. „Við þurftu að grafa djúpt í vopnabúrið okkar, en sem betur fer hafðist þetta að lokum. Við verðum bara að læra vel af þessum leik, svo eitt er víst.“Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms.vísir/eyþórSigtryggur: Aldrei verið svona þreyttur „Ég er alveg búinn á því eftir þennan leik og get varla talað af þreytu,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson eftir leikinn. „Þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Það vantaði bara reynslu í okkar lið undir lokin og við áttum tvær slæmar sóknir undir lok framlengingarinnar. Þessi 37 stig mín skipta akkúrat engu máli núna.“ Sigtryggur segir að það sé ekkert hægt að útiloka Skallagrímsliðið á þessu tímabili, liðið sé það gott. „Fólk hlýtur að sjá hversu góðir við erum núna og við erum bara topp fimm eða sex í þessari deild.“Pavel átti frábæran leik.vísir/eyþórPavel: Þurfum að bera meiri virðingu fyrir sigurleikjunum „Mér líður bara vel og það er kominn náttúrulegur leikstjórnandi í liðið, svo ég get fært mig í mína skotbakvarðarstöðu þar sem mér líður best,“ segir Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sem átti stórleik í kvöld. „Ég var ánægður og ekki ánægður með sóknarleik okkar í kvöld en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við verðum að fara bera meiri virðingu fyrir því að vinna leiki, ekkert endilega hvernig við gerum það. Þetta var bara svakalegur sigur á móti mjög sterku Skallagrímsliði sem er búið að standa sig frábærlega í allan vetur.“ Pavel segir að KR-liðið hafi leyft Skallagrímsmönnum að ná allt of mörgum sóknarfráköstum í leiknum. „Þetta er búið að vera ákveðið vandamál hjá okkur á tímabilinu og eitthvað sem við verðum að skoða vel. Liðið þarf bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru, vinna úr þeim og mæta sig.“vísir/anton brinkVísirvísir/antonvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
KR-ingar unnu mjög góðan sigur á nýliðum Skallagrím í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja hann. Honum lauk með sigri KR 99-92 og fór fram í DHL-höllinni vestur í bæ.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var æsispennandi og var ekki að sjá að leikurinn væri á milli Íslandsmeistarana og nýliða. Skallagrímsmenn hefðu hæglega getað farið með sigur hér í kvöld en það var gamla góðan reynslan sem skilaði KR stigunum tveimur. Pavel Ermolinskij var stórkostlegur í KR og gerði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Sigtryggur Arnar Björnsson var magnaður í liði Skallagríms og skoraði hann 37 stig.Af hverju vann KR? KR-ingar eru með reynslu og mikla breidd í sínu liði og það var það sem skóp þennan sigur í kvöld. Það munaði ekki miklu en reynslan skilaði KR alla leið. Pavel Ermolinskij var einnig eins og draumur í kvöld og bar KR-liðið á herðum sér. Það munar oft ekki miklu í svona háspennu framlengdum leik en nýliðar Skallagríms geta lært helling á lokamínútum leiksins.Bestu menn vallarinsÞeir voru margir. Pavel var ótrúlegur og réðu Skallagrímsmenn lítið við hann. Sigtryggur Arnar Björnsson og Flenard Withfield áttu einnig magnaðan leik fyrir Skallagrímsmenn en þeir síðarnefndu gerðu 67 stig af þeim 92 sem Skallagrímsmenn gerðu í leiknum.Tölfræði sem vakti athygliPavel var aðeins einni stoðsendingu frá því að gera þrennu í kvöld. Hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Skallagrímsmenn náðu 19 sóknarfráköstum, eitthvað sem skilaði þeim í framlenginguna.Hvað gekk illa ?Sóknarleikur beggja liða var á köflum erfiður og þurfa liðin aðeins að slípa hann til. Aftur á móti var varnarleikurinn nokkuð þéttur báðum megin. Skallarnir verða að halda betur haus í spennu og gera mun betur í sókninni þegar mikið er undir.KR-Skallagrímur 99-92 (26-18, 17-21, 31-25, 10-20, 15-8)KR: Pavel Ermolinskij 31/15 fráköst/9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 10/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5.Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 37/5 fráköst, Flenard Whitfield 30/29 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 11, Davíð Ásgeirsson 4, Kristófer Gíslason 3/4 fráköst, Darrell Flake 2/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Bjarni Guðmann Jónson 1.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, messar yfir sínum mönnum.vísir/eyþórFinnur: Þeir spiluðu bara hörku vörn á okkur „Ég verð bara að hrósa vörn Skallagríms, þeir mættu bara og lömdu fast á okkur,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Þeir spiluðu alls ekki ólöglega og gerðu þetta bara vel. Ég veit ekki hvort við höfum haldið að þetta yrði eitthvað auðvelt en við vorum bara í stökustu vandræðum með þá.“ Finnur segir að KR-ingar hafi verið í rosalegu basli með Sigtrygg og Flenard Whitfield í kvöld. „Við þurftu að grafa djúpt í vopnabúrið okkar, en sem betur fer hafðist þetta að lokum. Við verðum bara að læra vel af þessum leik, svo eitt er víst.“Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms.vísir/eyþórSigtryggur: Aldrei verið svona þreyttur „Ég er alveg búinn á því eftir þennan leik og get varla talað af þreytu,“ segir Sigtryggur Arnar Björnsson eftir leikinn. „Þetta er einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Það vantaði bara reynslu í okkar lið undir lokin og við áttum tvær slæmar sóknir undir lok framlengingarinnar. Þessi 37 stig mín skipta akkúrat engu máli núna.“ Sigtryggur segir að það sé ekkert hægt að útiloka Skallagrímsliðið á þessu tímabili, liðið sé það gott. „Fólk hlýtur að sjá hversu góðir við erum núna og við erum bara topp fimm eða sex í þessari deild.“Pavel átti frábæran leik.vísir/eyþórPavel: Þurfum að bera meiri virðingu fyrir sigurleikjunum „Mér líður bara vel og það er kominn náttúrulegur leikstjórnandi í liðið, svo ég get fært mig í mína skotbakvarðarstöðu þar sem mér líður best,“ segir Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, sem átti stórleik í kvöld. „Ég var ánægður og ekki ánægður með sóknarleik okkar í kvöld en við unnum leikinn og það er það sem skiptir máli. Við verðum að fara bera meiri virðingu fyrir því að vinna leiki, ekkert endilega hvernig við gerum það. Þetta var bara svakalegur sigur á móti mjög sterku Skallagrímsliði sem er búið að standa sig frábærlega í allan vetur.“ Pavel segir að KR-liðið hafi leyft Skallagrímsmönnum að ná allt of mörgum sóknarfráköstum í leiknum. „Þetta er búið að vera ákveðið vandamál hjá okkur á tímabilinu og eitthvað sem við verðum að skoða vel. Liðið þarf bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru, vinna úr þeim og mæta sig.“vísir/anton brinkVísirvísir/antonvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga