Leikur Haukar og Grindavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta mun ekki fara fram á Ásvöllum í kvöld.
Körfuknattleikssambandið hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að búið sé að fresta leiknum vegna banaslyss sem varð á Grindavíkurvegi í morgun.
Nýr leiktími er á morgun föstudag klukkan 19:15 á Ásvöllum. Tveir leikir fara því fram á morgun því þá fer einnig fram leikur Njarðvíkur og Snæfells í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Hinir fjórir leikirnir í þrettándu umferð Domino´s deildar karla fara allir fram í kvöld.
Átján ára stúlka lést í umferðarslysi á Grindavíkurvegi norðan við afleggjarann að Bláa lóninu á níunda tímanum í morgun. Einn er alvarlega slasaður og er á gjörgæsludeild.
Bikarleik Ármanns/Stjörnunnar og Grindavíkur í 10. flokki stúlkna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Nýr tími kynntur síðar.
Leikur Hauka og Grindavíkur fer ekki fram í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn
Handbolti

