Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Ritstjórn skrifar 12. janúar 2017 10:00 Natalie Portman er ein færasta leikkonan í Hollywood í dag. Myndir/Getty Natalie Portman er í viðtali við Marie Claire í mánuðinum og þar sagði hún frá því þegar hún fékk þrefalt lægri laun heldur en mótleikari hennar í kvikmyndinni No Strings Attached. Hún lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ashton Kutcher. Mikil umræða hefur skapast um launamisrétti í kvikmyndaheiminum seinustu ár enda fá konur talsvert lægri laun heldur en karlar þrátt fyrir að þær séu jafnvel með stærri hlutverk. Í viðtalinu sagði hún að Ashton hafi verið metinn meira í bransanum á þeim tíma og það hafi verið útskýringin á launamuninum. Hún segist hafa vitað af þessu en hafi ekki pirrað sig of mikið á þessu á þeim tíma. Launin eru nú þegar mjög há og henni fannst hún ekki hafa rétt á að kvarta. Í dag er þó öldin önnur og meiri umræða hefur skapast um málefnið. Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Fendi-folinn minn litli? Glamour Látlaus og falleg sýning Chanel Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Förðunarstrákarnir á Youtube Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour
Natalie Portman er í viðtali við Marie Claire í mánuðinum og þar sagði hún frá því þegar hún fékk þrefalt lægri laun heldur en mótleikari hennar í kvikmyndinni No Strings Attached. Hún lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt Ashton Kutcher. Mikil umræða hefur skapast um launamisrétti í kvikmyndaheiminum seinustu ár enda fá konur talsvert lægri laun heldur en karlar þrátt fyrir að þær séu jafnvel með stærri hlutverk. Í viðtalinu sagði hún að Ashton hafi verið metinn meira í bransanum á þeim tíma og það hafi verið útskýringin á launamuninum. Hún segist hafa vitað af þessu en hafi ekki pirrað sig of mikið á þessu á þeim tíma. Launin eru nú þegar mjög há og henni fannst hún ekki hafa rétt á að kvarta. Í dag er þó öldin önnur og meiri umræða hefur skapast um málefnið.
Mest lesið Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Fatalína úr smiðju frönsku ritstýrunnar Glamour Fendi-folinn minn litli? Glamour Látlaus og falleg sýning Chanel Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Förðunarstrákarnir á Youtube Glamour H&M gerir línu úr endurunnum fötum Glamour