Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig. nordicphotos/Getty Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira