Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig. nordicphotos/Getty Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent