Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:46 Nokkrir leikmenn þurfa að stíga upp þar sem Aron er ekki með. vísir/getty/hanna „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira