Aron verður ekki með á HM

Aron kom út með liðinu og æfði í gærkvöldi. Eftir ítarlega skoðun í gærkvöldi ákvað þjálfarateymi íslenska liðsins, í samráði við lækna liðsins að senda Aron heim.
Aron er meiddur og verður þar af leiðandi ekkert með á mótinu.
Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið enda Aron algjör lykilmaður og auðvitað einn besti handboltamaður heims.
Hann hefur verið að glíma við þessi meiðsli síðan í byrjun nóvember og sér ekki fyrir endann á þeim.
Þeir sem eftir eru verða að þjappa sér saman og vera klárir í baráttuna sem hefst annað kvöld.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Tengdar fréttir

Þetta er ógeðslega leiðinlegt
Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.

Stefán Rafn kominn til Metz
Æfði með íslenska landsliðinu í gær vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar.

Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun
Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana.

Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum
"90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag.

Strákarnir okkar með tvo lífverði
Strákarnir okkar komu til Metz í Frakklandi í dag og aðstæður eru um margt öðruvísi en þeir eru vanir.

Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima
Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.