Sjö nýir ráðherrar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Ráðherrar Sjálfstæðisflokks. vísir/vilhelm Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. Þar af eru þrír sem hafa ekki setið á þingi áður, þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Benedikt Jóhannesson sem verður fjármálaráðherra og Þorsteinn Víglundsson sem verður félags- og jafnréttismálaráðherra. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar hafa áður gegnt ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson var fjármálaráðherra undanfarið kjörtímabil en verður forsætisráðherra. Kristján Þór Júlíusson var heilbrigðisráðherra en verður menntamálaráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 en verður utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var menntamálaráðherra árin 2003 til 2009 fyrir Sjálfstæðisflokk en verður nú landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra fyrir Viðreisn. „Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning og traust sem formaðurinn og þingflokkurinn sýndu með því að fela mér þetta verkefni. Ég hlakka til að takast á við það,“ segir Sigríður Á. Andersen, verðandi dómsmálaráðherra, um nýja starfið sem hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir. Jón Gunnarsson, sem verður ráðherra samgöngu-, fjarskipta- og nýsköpunarmála, tekur í sama streng, eðli þingmennskunnar sé að vera tilbúinn að axla ábyrgð. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt að gegna þessu mikilvæga embætti.“ Þórdís Kolbrún verður yngsti ráðherra ríkisstjórnarinnar, 29 ára. „Fyrstu viðbrögð verða að vera pínu klisja. Maður tekur við þessu af mikilli auðmýkt og þakkar fyrir traustið. Ég er algjörlega reiðubúin til að axla þessa ábyrgð sem mér er falin,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við: „Þrátt fyrir að ég sé ný á þingi hef ég bæði starfað með þingflokknum sem framkvæmdastjóri þingflokks og verið í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður Ólafar Nordal. Ég hef lært ótrúlega mikið af henni. Þannig ég er með ágætis veganesti þótt ég sé að setjast í þing á fyrsta sinn og sé ung.“ Þá kveðst Þorsteinn Víglundsson spenntur fyrir komandi misserum. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spennandi ráðuneyti til þess að takast á við sem mér líst mjög vel á,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira