Landbúnaður njóti áfram ríkisstuðnings Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í gær. vísir/ernir „Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
„Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira